07.04.1942
Efri deild: 27. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

Forseti (EÁrna):

Áður en atkvgr. fer fram um 4. mál á dagskrá, vil ég taka það fram, að ég þekki þess engin dæmi, að brtt. hafi komið fram við frv. eftir að umr. hefur verið lokið. Samkvæmt þingsköpum er því ekki hægt að taka þessar till. til atkvgr. Til þess þyrfti að taka upp umr. að nýju, en til þess er engin heimild samkv. þingsköpum. Brtt. á þskj. 134 geta því ekki komið til atkv.