08.04.1942
Neðri deild: 30. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

70. mál, stríðsgróðaskattur

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þetta frv. hefur nú að nokkru verið rætt í sambandi við frv. um tekju- og eignarskatt, sem fór til 2. umr. í gær. Ég þarf því ekki langan formála. Eins og frv. her með sér, hefur þótt rétt að gera ráð fyrir, að lagður yrði á hærri stríðsgróðaskattur til þess að afla ríkissjóði fjár til að standast þá örðugleika, sem búizt er til, að hann mæti. Í tekju- og eignarskattsfrv. er aftur á móti aðallega um það að ræða að umreikna skattstigann í samræmi við það, að frádráttur verður ekki leyfður, en ekki um breyt. í sambandi við hið óvenjulega ástand.

Samkv. l. frá 1941 skyldi leggja á allt að 35%, en nú fer skattstigi þessa frv. upp í 68%, og að meðtöldum tekjuskatti verða það 90%, sem tekin eru af tekjum yfir 200 þús. kr. Ég fékk tilefni til þess í umr. í gær að taka fram, að það er að sjálfsögðu á þingsins valdi, hvort það setur sérstök fyrirmæli um, hvernig varið skuli hluta ríkissjóðs af þessum skatti, — 45% af honum mega renna til viðkomandi sveitarfélags, og 5% skal greiða sýslufélögum og bæjarfélögum, þar sem, enginn stríðsgróðaskattur fellur til. Helmingi skattsins, sem verða mun allmikið fé, er ekki sérstaklega ráðstafað, en þingið getur gert það, ef rétt þykir, nú eða síðar. Fyrir mitt leyti sé ég enga knýjandi nauðsyn til þess nú eða líklegt, að það hefði mikla þýðingu, þó að reynt yrði, — þær bollaleggingar geta ekki byggzt nema á skammsýni okkar.

Ég sé ekki ástæðu til að orðlengja þetta. Legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.