08.04.1942
Neðri deild: 30. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í B-deild Alþingistíðinda. (1230)

70. mál, stríðsgróðaskattur

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Hv. 7. landsk. minntist hér á nokkur atriði, sem ég tel ástæðu til þess að svara. Ég sagði áðan, að menn gætu deilt um það, hvort bæjarfélögin mundu una við þetta 10% álag og það bann, sem er í 1. um það, að tekjuútsvar geti orðið lagt á þessa upphæð. Hv. 7. landsk. leit þannig á, að með þessu væri verið að slá föstu, að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum leggja á hlutafélög hærra útsvar í heild en sem næmi 90% af árstekjunum. Eins og kom fram í minni ræðu, má leggja é önnur útsvör, svo sem tekjuútsvar, eignaútsvar og veltuútsvar. Um það er ekkert bann í þessari löggjöf. En þau útsvör mundu verða tekin af þeim varasjóðum, sem löggjöfin hefur leyft að félögin stofnuðu. Um 2. gr. skattafrv. vildi ég segja það, að ég held, að það sé hér um það mikla efnisbreyt. að ræða, að ég álít ekki rétt að kveða skýrar á en gert er í l. Ég átti mikinn þátt í því árið 1935, þegar l. voru sett, að þetta orðalag var notað. Hins vegar þótti mönnum rétt að setja inn þetta orðalag „nafnverð“, til þess að enginn vafi léki á því, hvað við er átt. Hins vegar ætti hv. 7. landsk: að geta áttað sig á því, að fyrir þá, sem vildu bjarga arðinum af hlutabréfunum, er ekkert annað að gera en selja bréfin, áður en félögin eru leyst upp, til þess að komast hjá skatti. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um einstakar gr. þessa frv.