20.04.1942
Neðri deild: 38. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

70. mál, stríðsgróðaskattur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Fjhn. hefur athugað þetta frv. og leggur til, að það verói samþ. með einni breyt., sem getið er í nál. á þskj. 199. Einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til að gera till. um fleir í breyt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma við 3. umr.

Í 1. gr. frv. er ákveðið, að lagður verði sérstakur stríðsgróðaskattur á skattskyldar tekjur, sem nema 45 þús. kr. eða hærri upphæð. Kemur sá skattur til viðbótar þeim tekjuskatti, sem ákveðinn er á þskj. 125, í frv. um breyt. á l. um tekjuskatt og eignarskatt.

Samkv. 2. gr. frv., sem hér liggur fyrir, greiðir ríkissjóður bæjar- og sveitarfélögum 45% af þeim stríðsgróðaskatti, sem þar er á lagður og innheimtur, þó ekki yfir 40% af áætluðum útsvörum þar. N. flytur þá breyt. við þessu gr., að hér skuli miðað við niðurjöfnuð útsvör, en ekki áætluð. Það er svo í gildandi lögum, og þykir n. réttara að halda þeirri reglu.

Samkv. till. n. er hámark stríðsgróðaskattsins, sem bæjar- og sveitarfélögin geta fengið, 2 kr. á móti hverjum 3 kr., sem jafnað er niður í útsvörum, þ.e.a.s. 66–67%. Í 3. gr. er ákveðið, að ríkissjóður skuli auk þess greiða 5% af skattinum til sýslufélaga og þeirra bæjarfélaga, er engan skatt fá samkv. 2. gr.***

Þá eru í 4. gr. fyrirmæli um, að meðan ákveðið er í l., að greiða skuli samtals 90% af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr. í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt, sé óheimilt að leggja tekjuútsvar á þann hluta af hreinum tekjum gjaldanda, sem er umfram 200 þús. kr.

Hv. þm. Seyðf. flytur till. á þskj. 200 um að fella niður 4. gr. Í sambandi við till. hans er ástæða til að gera sér ljóst, hvernig skatturinn skiptist milli ríkis og sveitarfélaga samkv. þeim skattafrv., sem nú liggja fyrir, og gera samanburð á þeim við þau skattalög, sem nú gilda. Samkv. gildandi l. eru tekjuskattur og stríðsgróðaskattur samtals 75% af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr. Bæjar- og sveitarfélög, þar sem stríðsgróðaskattur er á lagður, geta fengið 40% af skattinum, sýslufélög og önnur bæjarfélög 6%, en ríkissjóður hefur þá eftir af stríðsgróðaskattinum 54%. Í gildandi l. er því skiptingin á sköttum af hátekjunum þannig, séu þeir teknir saman:

Ríkissjóður

58.9%

Bæjar- og sveitarfélög

14.0%

Sýslufélög og bæjarfélög

2.l%

Samtals

75.0%

af skattskyldum tekjum.

Eftir þeim frv., sem nú liggja fyrir þinginu, komast skattarnir samtals í 90% af skattskyldum tekjum. Þeir skiptast á þessa leið:

Ríkissjóður

56.0%

Bæjar- og sveitarfélög

34.6%

Sýslufélög og bæjarfélög

3.4%

Samtals

90.0%

Þessi samanburður sýnir, að samkv. l. fær ríkissjóður 58.9% af hæstu skattskyldum tekjum, en 56% samkv. þeim frv., sem nú liggja fyrir. Það virðist við fyrstu sýn minna, en er það ekki í raun og veru, heldur meira, af því að skattafrádrátturinn er afnuminn. Bæjar- og sveitarfélög fá samkv. frv. 30.6% af þeim skattskyldum tekjum, sem eru umfram 200 þús. kr. En eftir l. frá í fyrra fengu þau 14,% af hæstu tekjunum. Hækkunin í þeirra hlut er því rúml. 16% af skattskyldum tekjum, og þegar þess er gætt, að skatturinn er reiknaður af hærri tekjum en áður, er ljóst, að hlutur þeirra er góður,. þótt þeim sé ekki leyft að taka tekjuútsvar af þeim tekjum, sem hæst eru skattlagðar. Með ákvæðum frv. er sameinaður skattur til ríkisins og tekjuútsvör til bæjar- og sveitarfélaga af tekjunum, eftir að þær hafa náð vissri hæð. Það gat komið til mála að fara aðra leið, hafa skattstigann lægri og láta ríkissjóð hafa allan skattinn, en setja engin ákvæði um útsvarsálagninguna. Þótt stríðsgróðaskatturinn hefði verið helmingi lægri, hefði útkoman orðið sú sama fyrir ríkissjóð, ef skatturinn hefði allur runnið þangað. Þá hefðu bæjar- og sveitarfélögin orðið að jafna niður hærri upphæðum í útsvörum, en hvernig þau hefðu notað möguleikana til útsvarsálagningar á tekjuhæstu fyrirtækin, er vitanlega óupplýst mál. Sennilegt, að útsvörin á hátekjurnar hefðu orðið allmisjöfn„ eftir því hvar gróðafyrirtækin voru útsvarsskyld. Ég held, að sú leið hefði ekki verið heppilegri en hin, sem nú er lagt til, að farin verði. En um það geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir. Hitt fellst meiri hl. n. ekki á, að fella niður 4. gr., og leggur til, að brtt. á þskj. 200 verði felld.

Hv. 6. landsk. þm. hefur flutt brtt. á þskj. 204, og samkv. henni eiga bæjar- og sveitarfélög að fá 45% af þeim stríðsgróðaskatti, sem þar er á lagður og innheimtur, alveg án tillits til þess, hve há útsvör eru þar á lögð. Fjhn. hefur ekki haft till. til meðferðar, en ég fyrir mitt leyti er á móti henni. Verði slík till. samþ., gæti svo farið, að einstök bæjar- og sveitarfélög fengju fjárþörf sinni alveg fullnægt með stríðsgróðaskattinum einum, án þess að jafna niður nokkrum útsvörum, og þá er komið út í öfgar.