20.04.1942
Neðri deild: 38. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í B-deild Alþingistíðinda. (1237)

70. mál, stríðsgróðaskattur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Hv. þm. Seyðf. telur illa farið með sveitarfélögin, ef frv. þetta nær samþykki eins og það nú liggur fyrir, þar eð ekki er heimilað að leggja tekjuútsvör á þann hluta hreinna tekna, sem er umfram 200 þús. krónur. Athygli er vakin á því í áliti fjhn., að ósamræmis gæti milli till. háttv. þm. Seyðf. og till. fulltrúa Alþfl., er sat í mþn. fyrir skömmu. Till. fulltrúa Alþfl. þá í skattamálum voru þær, að af því fé, sem útgerðarfyrirtæki legðu í nýbyggingarsjóði, skyldi aðeins taka 10% í tekjuskatt til ríkisins og 15% í útsvar. M.ö.o. útgerðarfyrirtækin áttu að sleppa með að greiða 1/4 af þessum tekjum til opinberra þarfa.

Samkv. þeim till. fengi útgerðarfélag, sem hefði 6 millj. kr. gróða, að halda eftir ekki 2.4 millj., heldur 4.5 millj. Og þótt talað væri um, að verja ætti fé þessu til kaupa á framleiðslutækjum eða skipum, þá var fyrirtækjunum hvergi bannað að selja þau og stinga gróðanum í eiginn vasa. Þannig voru tillögur Alþfl. Hann flutti einnig frv. um stríðsgróðaskatt, og þar var hann ákveðinn miklu lægri en í þessu frv., þar sem gert er ráð fyrir, að samanlagður tekju- og stríðsgróðaskattur nemi 90% af skattskyldum tekjum yfir 100 þús. kr.

Háttv. þm. sér af þessu, að það er ekkert nýmæli, þótt fluttar séu till. um að takmarka rétt bæjar- og sveitarfélaga til útsvarsálagningar. Fyrstu till. í þá átt komu frá flokki háttv. þm. Seyðf. og gengu miklu lengra í þeim takmörkunum en gert er í þessu frv.

Háttv. þm. Seyðf. gizkar á, að fyrirtæki, sem greiddi 700 þús. kr. í útsvar árið 1941, muni nú greiða aðeins 1/10 af þeirri upphæð (eða 70 þús. kr.), ef frv. þetta nær samþykki. En við þennan útreikning gengur hann alveg fram hjá ákvæðum þessa frv. um stríðsgróðaskattinn. Fyrirtæki, sem hefur í skattskyldar tekjur kr. 3 millj., greiðir samkv. þessu frv. kr. 8–900 þús. í stríðsgróðaskatt til bæjarfélags síns. Ekki virðist því hlutur þess mjög fyrir borð borinn.

Hv. þm. Seyðf. talaði um, að 4. gr., eins og hún er orðuð, væri enn fremur vafasamt gagn fyrir gjaldendur, þeir sem ekki væri bannað að leggja útsvar á veltu og eignir. Um þetta er það að segja, að venjan mun vera sú, þar sem helztu gróðafyrirtæki eiga heima, að jafna útsvörum niður fyrst og fremst eftir tekjum þeirra, og býst ég ekki við, að breytt verði um reglu í því efni.

Hins vegar töldu þeir, er sömdu frv. þetta, ekki rétt að takmarka rétt bæjar- og sveitarfélaga meir en svo, að þeim væri mögulegt að leggja á veltu- eða eignaútsvör, af þau teldu þess þörf.

Hv. 6. landsk. talaði um sína brtt., en samkv. henni eiga 45% af álögðum stríðsgróðaskatti á hverjum stað að renna í bæjar- eða sveitarsjóði án tillits til heildarútsvarsálagningar á þeim stað.

Í þessu sambandi tók hann Hafnarfjörð sem dæmi. Við skulum nú einmitt athuga það dæmi, eins og það yrði eftir þessu frv. Í Hafnarfirði munu gerðir út 9 togarar. Ég veit nú ekki nákvæmlega um gróða þeirra árið 1941, en samkv. upplýsingum, er ég hef fengið, get, ég búizt við, að hver togari hafi haft um kr. 600000 í skattskyldar tekjur, ef reiknað er eftir reglum frv. og gert ráð fyrir, að. tekjurnar Séu 900 þús. kr. áður en frá, eru dregin útsvör og skattar. Útgerðarfélög nota sér ákvæði l. til þess að leggja 1/3 af þessari upphæð í varasjóði, og er hún þá undanþegin skatti. Ef reiknað er með fyrrnefndum tölum, sem ég hygg að munu láta mjög nærri, skilst mér að stríðsgróðaskatturinn, sem Hafnarfjarðarbær fengi hjá þessum fyrirtækjum, mundi verða um 11/4 millj. kr., en útsvarsálagning á þessi sömu fyrirtæki, skv. áætlun hv. 6. Iandsk., gæti numið um 1/2 millj. kr. Þetta gerir samtals 1 750 000 kr. Það mundi sannast, ef brtt. hv. 6. landsk. yrði samþ., að Hafnarfjörður og fleiri sveitar- og bæjarfélög mundu geta fullnægt fjárþörf sinni með stríðsgróðaskattinum einum. Hag Hafnarfjarðar sem annarra bæja er fyllilega borgið, þótt frv. þetta verði samþ. eins og það liggur fyrir, og á hinn bóginn er sýnilegt, að með brtt. hv. 6. landsk. er stefnt út í öfgar.