23.05.1942
Sameinað þing: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í D-deild Alþingistíðinda. (1269)

138. mál, verðlagsuppbætur á útflutningsafurðir landbúnaðarins

*Einar Olgeirsson:

Mig langar til að gera fyrirspurn til hv. 6. landsk., sem flytur brtt. við aðaltill. Það er talað um, að framleiðendur fái hækkað verð af fiski og fiskafurðum. Við hverja er átt með þessu? Er átt við raunverulega framleiðendur, sjómenn og smáútvegsmenn, sem við fiskinn vinna, draga hann úr sjó og koma honum á land, eða er átt við þá eigendur fisksins, sem stundum eru að vísu þeir sömu, — eigendur fisksins, sem kaupa hann, þegar hann er kominn á land? Það mundi vera það eina rétta að greiða hana til framleiðenda. Mig, langar til að heyra, hvaða skoðun hv. þm. hefur á þessu atriði. Og í öðru lagi, hvað heldur hv. þm., að þetta sé mikil upphæð, sem þarna er um að ræða, ef greiða á verðlagsuppbót á fisk, sem seldur er samkv. brezka samningnum á þessum tíma, svona hér um bil?