20.05.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í D-deild Alþingistíðinda. (1299)

139. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (GSv):

Þessi útvarpsumr. fer fram með sama hætti og s.l. kvöld. Flokkarnir tala í sömu röð, og hafa flokkarnir til umráða hver 40 mínútur. Röðin er þannig, að fyrstur er Framsfl., og talar einn fyrir hönd þess flokks, hv. 1. þm. S.-M., Eysteinn Jónsson. Þá er Sjálfstfl. Þar talar líka einn fyrir hönd flokksins, sem er hæstv. atvmrh., Magnús Jónsson, í 40 mínútur. Þriðji er Bændafl., en óákveðið er, hvort nokku talar fyrir hönd þess flokks á þessu kvöldi. Fjórði er Alþfl., og er ákveðið, að fyrir hann tali einn, sem er hv. þm. V.-Ísf., Ásgeir Ásgeirsson, sem væntanlega talar mest af tímanum. Loks eru utanflokkaþm., og fá þeir tíma þannig, að fyrst talar hv. 4. landsk. þm., Ísleifur Högnason, í 30 mínútur, og eru þá 10 mínútur eftir handa öðrum hv. þm. utan flokka.

Þá tekur til máls hv. 1. þm. S.-M. fyrir hönd Framsfl.