21.05.1942
Sameinað þing: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í D-deild Alþingistíðinda. (1315)

139. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (GSv):

Þá er lokið fyrri umferð, og hefst nú sú síðari. Þótt ræðumenn hafi syndgað nokkuð upp á náðina með sinn ræðutíma, hefur það verið látið óátalið, enda er umræðutíminn styttri en gert er ráð fyrir í 54. gr. þingskapanna. Þá fær hver flokkur sinn síðari tíma, sem er um 10 mínútur, og vænti ég, að sá tími verði nægilegur að mestu. Röð flokkanna verður hin sama og áður.

Þá taka til máls: Fyrir hönd Framsfl. 1. þm. S.-M., Eysteinn Jónsson, fyrir Sjálfstfl. forsrh., Ólafur Thors, fyrir Bændafl. 3. landsk. þm., Stefán Stefánsson, fyrir Alþfl. þm. Ísaf., Finnur Jónsson, og utan flokka 4. þm. Reykv., Einar Olgeirsson.