19.03.1942
Neðri deild: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (133)

13. mál, skemmtanaskattur

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Herra forseti ! Samkvæmt nál. á þskj. 63 hefur fjhn. þessarar d. lagt til, að frv. þetta verði samþ., þó með nokkrum breyt. Einn nm., hv. þm. Seyðf., hefur skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun að sjálfsögðu gera grein fyrir ástæðunni til þess fyrirvara.

Við leggjum það til í brtt. í nál., að í stað þess, að heimilt sé að innheimta skemmtanaskattinn af kvikmyndasýningum með 80% álagi, verði heimilt að innheimta hann með 200% álagi, og að í staðinn fyrir, að eftir frv. á að vera heimilt að innheimta þennan skatt árið 1942, skuli það heimilt árin 1942 og 1943. Við gerum ráð fyrir, að ekki komi til þess, að haldið verði haustþing í haust, og þá mætti búast við, að ef ætti að framlengja skemmtanaskattinn fyrir árið 1943, þá yrði að gefa út bráðabirgðal,, ef sú framlenging verður ekki gerð á þessu þingi, og höfum við því lagt þetta til nú.

Skemmtanaskatturinn er fyrst lagður á með l. nr. 40 frá 1923. Þessum l. var breytt árið 1927 með l. nr. 56 það ár. Síðan voru gerðar breyt. á þessum l. 1933. Þá var 80% álagið á skemmtanaskattinn af kvikmyndahúsum heimilað og 20% álag á aðrar skemmtanir, sem hefur verið innheimt frá 1933. Með bráðabirgðabreyt. á l. sama ár var heimilað, að skattur þessi, sem ætlaður var til þess upphaflega að koma upp þjóðleikhúsi, rynni allur í ríkissjóð, og var þjóðleikhúsið þannig svipt tekjum af þessum skatti öll árin frá 1934 til 1941, sem alls nema um 11/2 milljón kr. Fram til ársins 1941, eða í 7 ár, er skattur þessi að upphæð alls kr. 1094360.52, en síðasta árið, 1941, mun hann hafa numið um 350 þús. kr., þannig að þetta er samamagt um 11/2 millj. kr.

Það má varla teljast vansalaust að láta þjóðleikhúsið standa lengi hálfgert, sérstaklega úr þessu, og ber að kippa því í lag við fyrstu hentugleika. Nú viljum við flm. brtt. þeirra, sem eru í nál., bæta leikhússjóði þann tekjumissi, sem hann hefur orðið að sæta og ég gat um, með þessum tekjuauka, sem við leggjum hér til, að leikhúsið verði látið fá, sem mun geta aukið tekjurnar fyrir leikhúsið um 100 til 200 þús. kr. á ári. Kvikmyndahúsin í Reykjavík munu hafa borgað á árinu 1941 í skemmtanaskatt kr. 220731.70, en samkv. l. um lestrarfélög og kennslukvikmyndir ganga 15% af þessum skatti í þann sjóð, þannig að kvikmyndahúsin hafa borgað að frádreginni þeirri upphæð kr. 191940.61.

Ég get ekki gert mér grein fyrir, hvað það mundi kosta að fullgera þjóðleikhúsið, en ég geri mér í hugarlund, að það mundi verða um 2 millj. kl. Og ef þessi brtt. verður samþ. og miðað er við sama eða meiri skemmtanaskatt út þessu og næstu árum, eins og hann var síðasta ár, má vænta þess, að á 4 árum náist inn með þessum skatti nógar tekjur til þess að fullgera þjóðleikhúsið.

Þessi l. um skemmtanaskatt og þjóðleikhús eru eingöngu miðuð við þjóðleikhúsbyggingu í Reykjavík. En þennan skatt greiða allir bæir á landinu, sem hafa yfir 1500 íbúa, svo að það sýnist ekki úr vegi að breyta þessum l. þannig, að þegar nægar tekjur séu komnar inn með þessum skatti til þess að fullgera þjóðleikhús í Reykjavík, þá eigi skatturinn að halda áfram til þess að byggja fyrir hann leikhús í þeim kaupstöðum landsins, sem leggja og hafa lagt drjúgan skerf til þjóðleikhússins.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta, en vænti þess, að hv. þdm. geti samþ. þessa brtt. okkar fjhnm., sem beinlínis miðar og styður að því, að meira fé safnist í þjóðleikhússjóðinn, og flýtir þannig fyrir endanlegri byggingu þjóðleikhússins, og munu allir þm. vera sammála um, að okkur beri skylda til að stuðla að því, að svo megi verða.