07.04.1942
Neðri deild: 29. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er aðeins eitt atriði, sem ég vil minna á og vil biðja n., sem tekur málið til meðferðar, að athuga sérstaklega, en það er skyldusparnaðarhugmyndin, sem hefur komið fram á Alþ. fyrr og síðar. Vil ég vekja sérstaka athygli á því, að stj. hefur látið undirbúa það mál, fengið til þess 3 sérfróða menn, og hefur árangri þeirrar rannsóknar verið útbýtt meðal hv. þm. Ég óska eftir, að n: taki þetta atriði til ýtarlegrar athugunar í sambandi við þetta frv.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara nánar út í þetta skattamál, þar sem það tilheyrir ekki þeirri stjórnardeild, sem ég veiti forstöðu.