17.04.1942
Neðri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í B-deild Alþingistíðinda. (1406)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um það, sem fram hefur komið. Hv. þm. Seyðf. talaði um sínar till. og vildi, að það yrði sett sem skilyrði fyrir varasjóðshlunnindum, að nokkuð af skattskyldum tekjum yrði einnig lagt í varasjóð, og hann var með útreikning, sem hann taldi sanna að þetta væri að einhverju leyti framkvæmanlegt. Tók hann dæmi, sem birt er í grg. frv., um félag, sem hefur 600 þús. kr. ágóða árlega. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að eftir þeirri áætlun, sem hann hafði gerð um útsvar slíks félags, mundi það hafa um 20 þús. kr. eftir laust af tekjunum, þó að till. hans yrði samþ. Ég vil benda hv. þm. á það, að ekki þyrftu tekjur þessa félags að hækka nema um 200 þús. kr., til þess að þetta „ræki sig upp undir“, eins og hann orðaði það, ef byggt bæri á hans útreikningum. Ég held, eins og fram kemur í nál, að þegar um stór fyrirtæki er að ræða, hafa þau ekki laust fé til þess að fullnægja því, sem fyrir hv. þm. vakir, vegna þess, hversu mikið af skattskyldu tekjunum er tekið í skatt. Hv. þm. sagði að þetta væri beina uppörvun fyrir félögin til að verja meira fé til arðsúthlutununa. Hv. þm. veit þó að eins og áður, eru í gildi þau ákvæði í skattal., að allur arður, sem greiddur er af hlutafé félaganna, umfram 5% skoðast sem skattur. Það er því enginn möguleiki að sleppa við skattgreiðslu af því fé, sem úthlutað er sem arði úr hlutafélögum.

Út af b.-lið í 2. Brtt hv. þm. Seyðf. vil ég segja nokkur orð, Hann sagði, að það væri ágreiningur um margt fleira í skattal. heldur en framkvæmd þessa atriðis. Það er rétt. En þeir, sem lög semja, þurfa að hafa þeirri smíð þannig, að ágreiningur verði sem minnstur út af lögunum. Það er því nauðsynlegt, ekki sízt þar sem um vafaatriði er að ræða, að einhver hafi úrskurðavald í þessum málum. Það getur skeð, að hv. þm. Seyðf. geti gert tillöguna þannig úr garði að ekki verði ágreiningur um framkvæmdina, en til þess að svo verði, þarf hann að gera á henni ýmsar breytingar. Mér leikur grunur á, að einstaka félög hafi breytt samþykktum sínum og gert þannig verksvið sitt stærra heldur en áður var. T.d. getur félag, sem áður hefur aðeins verslað með innfluttar og útfluttar vörur, breytt samþ. sínum og farið að fást við sjávarútveg, landbúnað, kaup og sölu verðbréfa og annað slíkt. Ég veit, að á þann hátt er hægt að komast fram hjá þessu ákvæði í brtt. hv. þm. Seyðf. Ég vildi aðeins benda á þetta til athugunar.

Hv. þm. sagði, eins og ég áður minntist á , að ýmis ákvæði þessa frv., t.d. 7. gr., væru bein uppörvun fyrir félögin til að greiða meiri arð af hlutabréfunum en áður. Um þetta er ég honum alls ekki sammála. Þegar hlutafé eru metin til eignar hjá hluthöfum, fer það ekki nema að litlu leyti eftir því, hvaða arður hefur verið greiddur af þeim. Kann að vera, eins og fram kemur í l., að höfð sé nokkur hliðsjón af þessu, en mat bréfanna fer aðallega eftir því, hvað efnahagsreikningar sýna um ástæður félaganna. Um þetta atriði get ég ekki verið sammála hv. þ,. Eins og áður er tekið fram, er tekinn tekjuskattur af öllum arði bæði hjá fél, og þeim sem arðinn fá.

Hvað snertir það atriði að erfitt sé að ákveð afrádrátt vegna sjúkrakostnaðar, þá geri ég ráð fyrir, að það mundi ekki verða mjög torvelt. Vitanlega ætti að framvísa reikningum um þau útgjöld, og ætti að vera auðvelt fyrir menn að vita á þann hátt um þær helztu greiðslur, sem um er að ræða.

Hv. þm. A.- Húnv. ræddi nokkuð um skattinn af hlutabréfunum við félagsslit, sérstaklega í sambandi við brtt. þá, sem hann hefur flutt, ásamt hv. þm. Dal. Hann kom með dæmi um hlutabréf sem væru 10 þús. kr. að nafnverði, en væru lengi í 10 sinnum hærra verði, þyrfti að borga tekjuskatt af 90þús. kr. Ég sé ekkert athugarvert við þetta, af því að kaupandi hlutabréfanna veit, að hann verður að greiða skatt af því, sem hann fær við félagsslit umfram nafnverð bréfanna, og hanar sínum kaupum vitanlega eftir því. Má líka snúa þessu dæmi við. Ef svo færi, að eignir félagsins töpuðust í rekstrinum hjá hinum nýju eigendum, þá losna þeir líka við þenna skatt, og verður þá heldur enginn skattur tekinn af hinum fyrri eigendum, eins og l. eru nú, svo framarlega sem þeir hafa átt bréfin í meira en 3 ár. Það er einmitt þessi kvöð, sem hvílir yfir bréfunum, sem dregur úr líkunum fyrir því, að þau komist í óeðlilega hátt verð. Hv. þm. A.- Húnv. lýsti sig andvígan till. minni og hv. 1. Þm. A.-Rang., um að sérstakur lögfræðingur sé skipaður til að rannsaka skattamálin og vera skattan. til aðstoðar í þessum efnum. Talaði hv. þm. um um nýtt embætti, sem hann sagðist ekki geta fallizt á, að stofnað væri. Ég er honum ekki sammála um, að til séu í l. nógu skýr fyrirmæli um þetta og skattan. hafi nógu víðtækt vald til rannsóknar í þeim efnum. Hvorki yfirskattan. eða ríkisskattan. hafa vald til að setja rétt yfir þessum mönnum og hafa vitnaleiðslur í þessum málum, sem oft getur verið nauðsynlegt til þess að komast að hinu sanna. Það er að vísu til l. um bókhald, og þeir, sem hafa vissan atvinnurekstur með höndum, eru skyldir að hafa bækur yfir reksturinn. En jafnvel þó að ekkert athugarvert sé við bókhald þeirra, sem bókhaldsskyldir eru, þá eru margir menn, sem alls ekki eru bókhaldsskyldir, og er ekki hægt fyrir skattan. að komast að réttri niðurstöðu um tekjur þeirra, ef ástæða er til að ætla, að framtal sé ekki svo vandað sem skyldi, Það getur ekki sakað þá, sem telja rétt fram, þó að slík rannsókn sé falin ákveðnum manni. Ég á bágt með að skilja andstöðu gegn því að komast að því rétta í þessum málum. Og ég vænti þess, að þeir verið ekki margir, sem verða á sömu skoðun og hv. þm. A.- Húnv. Ég hef svo ekki fleira að taka fram að svo stöddu.