31.03.1942
Sameinað þing: 5. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í D-deild Alþingistíðinda. (1411)

61. mál, brúargerð á Hólsá

*Flm. (Sveinbjörn Högnason):

Till. þessa um brúargerð á Hólsá höfum við þiIl. Rang. borið fram samkvæmt eindreginni ósk búenda í Vestur1.andeyjum og Þykkvabæ. Bændur þar í Landeyjunum sunnanverðum hafa eiginlega ekkert vegarsamband. Þar eru öðrum megin troðningar, sem naumast eru færir, meðan þurrast er, um sumartímann, en á aðra hönd Hólsá, sem er ferjuvatn og myndast úr Þverá, eftir að báðar Rangár eru í hana fallnar. Yfir það stórvatn þurfa þeir að sækja atvinnu sína og aðdrætti og koma afurðum frá sér, og má nærri geta, hve örðugt það er. Það er hart á, að þessar jarðir, sem margar eru ágætar frá náttúrunnar hendi, haldist í byggð, nema að sé gert. Þann góða vetur, sem nú er, hefur verið ófært langan tíma með mjólk þá leið, og á sumum vetrum getur það orðið ófært mánuðum saman. Þegar þessir menn eru þannig útilokaðir frá nauðsynlegum viðskiptum, verður búskapurinn örðugur. Því þarf enginn að furða sig á þeim mikla áhuga, sem vaknaður er á brúargerðinni. Ýmsir munu óttast, að bæði efni og vinnukraftur muni torfenginn. En nú rekur, sem kunnugt er, óvenjumikið þar á söndunum og talsvert af því efni hæft til brúargerðar - og fyrirhugað til þess. Nægir menn munu fást þarna vegna hins almenn áhuga. Og fjölda vinnudagsverka hafa menn þegar lofað og bætist stöðugt við. Sé ég ekki ástæðu til að óttast, að þetta hindri framkvæmdina.

Það er fátt, sem nú er frekar ástæða til að gera en létta undir með þeim, sem í sveitunum vilja búa, og mæta áhuga þeirra til umbóta með fullum skilningi. Margir úr þessari sveit vinna nú í Bretavinnu, en mundu hverfa heim til þessa verks, ef kostur gæfist á því. Og það er okkur hagnaður, að menn hverfi að umbótum í okkar eigin landi, svo að þær þurfi ekki að falla niður.

Þar sem þetta verk verður að vinnast, áður en langt um liður, og nú eru skilyrði til þess fyrir hendi, efni og vinnu mun ekki skorta mjög, fæ ég ekki skilið, að nokkur þm. vilji verða til að tefja framgang þess. Og ég vil eindregið mæla með því, að Alþingi komi móti óskum búendanna. Ég óska, að till. verði vísað til fjvn.