24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Einar Olgeirsson:

Ég hef nokkrum sinnum minnzt á það í sambandi við umr. um þetta mál, hve mikið það auðmagn mundi vera, sem lægi í íslenzku útgerðinni, og hvað hæstv. Alþ. ætlaði að úthluta miklu af stríðsgróðanum til viðkomandi fyrirtækja sjávarútvegsins með ákvæðum tekju- og eignaskattsl. Hæstv. ríkisstj. hefur áður tekið þá ákvörðun, að veramenn og launþegar í landinu megi ekki hækka kaup sitt. Þegar hins vegar kemur að því að taka ákvörðun um hvað auðmonnum skuli leyfilegt að hafa í gróa upp úr því fé, sem þeir hafa lagt í fyrirtæki sín, þá er annað uppi á teningnum. Þá eru gerð með skattal. þess háttar ákvæði, að það er mögulegt fyrir þessa menn að margfalda það fé, sem lagt hefur verið í þessi fyrirtæki. Það er skapaður möguleiki á því, eins og komið hefur fyrir, að það fé geti tífaldazt eða jafnvel þrítugfaldazt. Að vísu er þá tekinn ríflegur skattur af gróðanum. En samt getur komið fyrir, að félag sem hefru t.d. 100 þús. kr. kapítal, græði á þessum þremur árum og hafi skattfrjálst um 1. millj. kr. Það tífaldar þá á þessum þremur árum kapítal sitt. Það þyrfti að skapa a.m.k. dálítið meiri jöfnuð í þessu efni heldur en gengið hefur verið út frá. Og spursmálið, sem við í raun og veru erum að ræða um með breyt. á tekju– og eignaskattsl., það er, hvernig eigi að ráðstafa þessum stríðsgróða, hve mikið af honum þjóðfélagið eigi að taka til sinna eigin yfirráða, og hve mikið það ætlar að leyfa auðfélögum að halda af honum. Ég er á því, að það ætti að leyfa auðfélögunum að halda sem minnstu af stríðsgróðanum. Og það er engin ástæðatil það að leyfa þeim að halda meiru en svo, að þau gætu sæmilega endrunýjað þann flota, sem fyrir er. Það er þjóðinni á engan hátt til góðs að gróði hinna fáu togaraeigenda landsins sérstaklega verði meiri en nú er ákveðið eða var fyrir stríðið. Brtt., sem ég og hv. 4. landsk. (ÍsLH) höfum flutt hér við skattal., miða nokkuð í þessa átt. Þar er fyrsta lagi lagt til, að fellt verði burt ákvæðið um, að félög þau og stofnanir, sem um ræðir samkv. 3 málsgr. 3. gr. frv., megi draga frá tekjum sínum 5% af innborguðu hlutafé eða stofnfé, þannig að þau hafi þessi 5% skattfráls. Þessi upphæð var í raun og veru sett hér inn í l. áður, meðan svo stóð, og annars hefði getað komið fyrir, að allur tekjuafgangur væri tekinn af þeim. En þegar sérstök l. tryggja nú þessum félögum, að þau geti lagt í varasjóði 20% og upp í 33% af arðinum og þessi arður er margfaldur á við kapítal félaganna, þá virðist ekki vera ástæða til að halda þessu ákvæði.

Brtt. 1,b hjá okkur á sama þskj. miðar að því að afstýra þeim möguleika, að t.d. félag, sem hefur 2 millj. kr. kapítal og getur grætt 6—10 millj. kr. á einu ári., geti fengið að eignast þannig af hendi þjóðfélagsins jafnvel, við skulum segja 6. millj. kr., einungis sem gróða af sínum togararekstri á 2—3 árum, þó að hlutaféð hafi ekki verið nema 2 millj. kr. Okkur flm. er fullkomlega ljóst, að þessi till. mundi koma mjög óréttlátlega niður á ýmsum hlutafélögum. Það er eðlilega afleiðing, af því, hve óheilbriðgður reksturinn hefur verið hjá hlutafélögum hér á landi, og þá sérstaklega útgerðafélögum. Og það er, því miður, ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, ef á að minnka verulega frá því, sem er, það sem félögin mega leggja til hliðar, nema það fengist í gegn að minnka frádráttinn niður í þessi 20% og 33%.

Það eru til hér togaraútgerðafélög, sem hafa ekki nema 40—50 þús. kr. hlutafé, en græða um 1. millj. kr. á ári, eða um tuttugu og fimmfalda hlutafjárupphæðina, auka það í 2500% af hlutafénu og fá að halda af þeim gróða 1/3 og upp í 2/5 í varasjóði með núverandi fyrikomulagi. Þau geta því hátt upp í það tífalda hlutafjárframlög sín á einu ári með því, sem þau fá að halda eftir af gróðanum. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt. Nú ber líka þar til að svara, þegar sagt er, að það sé óréttlátt að leyfa hlutafélögunum að halda eftir svona miklum gróða, — að að svo miklu leyti sem ekki er hjá þeim beint hlutafjárframlag að ræða eða hlutaféð hrekkur ekki til rekstrarins, þá hafa þau haft til síns rekstrar til viðbótar fé frá bönkunum, sem hefur í raun og veru verið áhættufé bankanna. Og oft hefur hlutaféð verið þar líka, að hefur stundum komið fyrir, að bankarnir hafa bæði lánað hlutafé til þess að leggja í togarahlutafélag og síðan rekstrarfé. Og þannig hefur áður oft bókstaflega allur reksturinn verið að ábyrgð bankanna. Og það er ekki hægt að sjá neina sérstaka ástæðu til þess að taka í ákvæðum skattal. svo mikið tillit til þessa einstaklinga, sem af alls konar ástæðum í þjóðfélaginu hafa fengið aðstöðu til að leggja út í útgerð með þessu móti, að það sé farið að verðlauna þá með því, að þeir geti haft fleiri hundruð prósent í gróða af þessu auðmagni á hverju ári.

Út af því, sem hv. þm. Seyðf. sagði um þessar brtt. okkar, vil ég um leið og ég viðurkenni, að þetta komi misjafnlega niður á ýmsum hlutafélögum, minna á það, að í frv., sem Alþfl. lagði fram um tekjuskatt og eignarskatt og um stríðsgróðaskatt 1941, þá var gengið út frá því að þetta væri takmarkað við hlutafé félagann og ákveðin hundraðshlutatala. Og í till., sem við þm. Sósíalistafl. lögðum fram í fyrra um tekju- og eignarskatt, fórum við fram á þetta sama, sem við höfum tekið upp hér. En aðaltilgangurinn með þessari innibót er að minnka frádráttinn, sem hlutafélög geta fengið.

Í sambandi við persónufrádráttinn er vissulega um mikla hækkun að ræða hér í brtt, frá því sem gert er ráð fyrir í frv. En ég veit ekki hvenær er tækifæri til þess að fá hækkun í gegn á þessu, ef ekki einmitt nú. Þess vegna höfum við viljað nota tækifærið til að sjá, hvað þingið vill veita einstaklingum mikið skattfrelsi í þessu efni. Það er vitanlegt, að tekjur ríkisins fara gífurlega fram úr því, sem áætlað er í fjárlögum og það er undir slíkum kringumstæðum ekki rétt að leggja skatt á nauðþurftir manna. Nú hefur hins vegar því „principi“ verið haldið, og er ekki útlit fyrir, að veruleg breyt. fáist á því, að tollur á nauðsynjum verði afnumin. Og á meðan það er ekki gert, þykir okkur rétt að prófa, hvort, Alþ. tekur ekki rétt að hafa persónufrádráttinn svo ríflegan, að tryggt sé að þær tekjur, sem þarf til lífsframdráttar, séu ekki skattlagðar.

Þetta er það, sem ég aðallega hef að segja um þessar till., og skal ég ekki orðlengja um málið að svo stöddu.