07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í B-deild Alþingistíðinda. (1448)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Erlendur Þorsteinsson:

Hv. 1. þm. Reykv., sem er slyngur málafylgjumaður, hefur með þessu síðasta dæmi sínu ætlað að rugla þetta mál, sem þó ekki tókst, enda kemst hann ekki fram hjá því, að það er rétt, sem ég hef haldið fram. Hann mun ekki heldur komast fram hjá þessu, þegar skattskráin verður gefin út og hægt verður að sýna, hvernig vissir menn hafa fengið beinar eftirgjafir í eignarskatti. Þetta ákvæði er. sett fyrir nokkra menn í þjóðfélaginu, því að ef þetta verður samþ. óbreytt, losna þeir, sem s.I. ár þurftu að borga frá 4 þús. upp í 13 þús. kr. í eignarskatt af hlutabréfaeignum sínum, við megin hluta þessa skatts. Það er verið að sem ja um eftirgjafir handa nokkrum, örfáum mönnum í þjóðfélaginu. Ef Alþfl. hefði borið þetta fram, hefði þessi hv. þm. kallað þetta hneyksli. Þetta er stórkostlegt stjórnmálahneyksIi, e.t.v. ekki eins stórt og Stavinsky-hneykslið í Frakklandi, en ekki ólíkt.

Það þýðir ekki fyrir hv. 1. þm. Reykv. að deila um þetta og reyna að verja það, en það, hefur hann gert, eftir því sem hann hefur getað.

Það er rangt hjá hv. 1. þm. Reykv., að varasjóðirnir séu eign þjóðfélagsins skv. þessu frv. Þeir eru í einstakra manna eigu, og þótt þeir eigi að notast til nýbygginga, mega þeir kaupa fyrir því hvað, sem er. Hv. þm. talaði um atvinnuleysi. Ef till. Alþfl. um nýbyggingarsjóð hefðu náð fram að ganga, hefði ekki orðið neitt atvinnuleysi, því að þann sjóð átti að nota að lokinni styrjöld til þess að koma á fót nýjum framleiðslutækjum með hag heildarinnar fyrir augum. Það er ekki um neitt atvinnuleysi að ræða, ef atvinnutækjum er komið upp. Hv. þm. spurði, hvernig ætti að fá skatta af slíkum rekstri. Það munu vera nógar leiðir til þess að fá tekjur handa ríkissjóði. Ég býst við, að t.d. bæjarútgerð Hafnarfjarðar gefi Hafnarfjarðarbæ jafnríflegar tekjur og hliðstæð fyrirtæki þar.

Svo er það, sem hv. þm. segir um c-liðinn. Hann segir, að þessi liður sé settur inn til þess að fyrirbyggja svindl hjá þessum hlutafélögum. Hann er þessu kunnugur, en ekki ég, og ef hann heldur, að það þurfi sérstaka löggjöf til þess að koma í veg fyrir svindl hjá þessum fyrirtækjum, þá hann um það. Ég hafði haldið, að þetta væri sett til þess að koma í veg fyrir, að félögin notuðu sjóðina til þess að kaupa eignir óskyldar rekstrinum, og færi þetta því í sömu átt og mín till. En till. mín gengur það lengra, að ég vil láta banna að kaupa nokkrar eignir óviðkomandi rekstrinum.

Í sambandi við þennan lið kemur fram það, sem ég vil kalla stríðsgróðasjónarmið. Hv. 1. þm. Reykv. vill stefna að því, að gera nokkra einstaklinga í þjóðfélaginu alla ráðandi, bæði í eigna- og atvinnulífi þjóðarinnar. Það vil ég ekki, og hér skilur á milli.