29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (1461)

106. mál, byggingarsamvinnufélög

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Ég vil vekja athygli á því, að þessar breyt. á frv.; sem fram eru bornar till. um á þskj. 274, eru allverulegar efnisbreyt. á 1. um byggingarsamvinnufélög frá 1938. Þegar allshn. ákvað að flytja þetta frv., sem hér liggur fyrir, um að fella niður 13. gr. þeirra l., höfðu borizt málaleitanir frá byggingarsamvinnufél. um þá breyt. og nokkrar fleiri. Gat ég þess við 1. umr. þessa máls. En n. taldi ekki rétt að svo vöxnu máli að flytja till. um fleiri breyt. á l. Nú vil ég út af fyrir sig ekki mæla gegn því, að ýmislegt kunni að verá rétt í því, sem hv. 5. þm. Reykv. sagði um það, að ákvæði l. um byggingarsamvinnufélög eigi ekki fyllilega við það ástand, sem skapazt hefur nú hér í landinu. Verðlag á húsum hefur breytzt ákaflega mikið síðan þessi .l. voru gerð. Og það er ekki óeðlilegt, að það sé tekið til athugunar, hvort sams konar takmarkanir um sölu á húsum eigi að gilda eftirleiðis eins og gilt hafa. En þó að svo sé, að þurfi að breyta þeim, þá hygg ég, að ástæða gæti verið til þess að athuga það mál betur. Gæti þá vel verið, að þær breyt., sem ætti að gera á þessu ákvæði, sem hv. 5. þm. Reykv. (SK) talaði um, ættu ekki að vera alveg á þann veg, sem til er lagt í brtt. á þskj. 274.

Það er enginn vafi á því, að með l. um byggingarsamvinnufélög hefur verið ætlazt til þess, að nokkur hemill væri hafður á söluverði þessara húsa, jafnvel þótt félagið keypti þau. En hvort sá hemill eigi að vera á þá leið, að ekki megi selja — þau fyrir meira en kostnaðarverð, það er annað mál. Samkv. brtt., sem hér hefur komið fram, er það ákveðið, að ef félag neytir ekki forkaupsréttar síns á húsi félagsmanns, sem hann vill selja, þá sé það óbundið, fyrir hvaða verð þessi hús megi seljast. En það hygg ég, að hafi verið öðrum þræði tilgangurinn með l. um byggingarsamvinnufélög, að byggð yrðu hús, sem yrðu ódýrari til að búa í heldur en þau, sem byggð yrðu að öðrum kosti, kannske ekki aðeins ódýrari til þess eingöngu þeim, sem húsin byggðu, heldur líka þeim, sem ættu að búa í þeim framvegis, þannig að ég hygg, að löggjafinn hafi ætlazt til þess, að sú aðstoð, sem ríkið veitti í þessu sambandi, mætti að nokkrum notum verða einnig í framtíðinni. En það efast ég um, að sé nægilega tryggt eftir brtt., sem hér liggur fyrir. Ég vil einnig í þessu sambandi benda á það, að í byggingarsamvinnufélögin gekk fjöldi manna, þegar þau voru stofnuð, en það hafa ekki nærri allir, sem í þessi félög hafa gengið, getað fengið lán til þess að geta byggt hús, af því að framlag fjárl. til þess var takmarkað. Og maður gæti jafnvel látið sér detta í hug, að ef eigendaskipti þurfa að verða á húsum, sem reist hafa verið á vegum þessa félagsskapar, þá væri það ekki óeðlilegt, að félagsmenn í þessum félögum, sem hafa kannske alllengi verið í þessum félögum, en ekki getað notið hlunninda þeirra, sem félögin veita, þeir sætu fyrir þessum húsum, ef eigendur vildu selja, þannig að það væri þeim til hlunninda að hafa verið í þessum félagsskap. Ákvæði 2. tölul. brtt., eru það, að l. skuli alls ekki ná til þeirra húseigna, sem lán hvíla ekki lengur á, en veitt hafa verið til húsanna fyrir aðstoð félagsins, það er mjög verulegt efnisatriði og breyt. á þeirri stefnu, sem í l. hefur falizt.

Með þessu, sem ég hef nú sagt, vil ég ekki mæla gegn því beint, að breyt. verði á 1. gerðar frekari heldur en í frv. greinir. En ég vildi fara fram á það við hæstv. forseta, að þessari 3. umr. málsins verði frestað, þannig, að allshn. gæti tekið brtt. til athugunar, og að málið verði ekki tekið á dagskrá fyrr en n. hefur haft tíma til þess að athuga brtt.