04.05.1942
Neðri deild: 50. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (1469)

106. mál, byggingarsamvinnufélög

*Sveinbjörn Högnason:

Þegar þessi l. voru sett, þá var ég einn af flm. þess frv., og get ég því ekki látið hjá líða að minnast á þær brtt., sem hér hafa komið fram. Ef þessar brtt. verða samþ., þá sýnist mér, að þar með séu í rauninni numin úr gildi gildandi l. um byggingarsamvinnufél., a.m.k. eins og upphaflega var til þeirra stofnað. Ég vildi óska þess, að flm. brtt. gæfu nánari upplýsingar um þetta. Brtt. 274, 2. liður, er t.d. þannig: „Ákvæði laga þessara gilda um húseignir félagsmanna, meðan á þeim hvíla lán, sem, byggingarsamvinnufélag hefur veitt.“ Nú er hægt að kaupa þetta lán af, þegar vill; og þar með komast undan byggingarsamvinnufélagsl., þó að ríkið sé búið að ganga í ábyrgð, til þess að hægt sé að koma þessum íbúðum upp, sem eiga auðvitað að vera undanþegnar húsabraskinu.

Við, sem fluttum þetta frv., vildum stuðla að því, að hægt væri að koma upp ódýrum íbúðum í bænum á sama hátt og verkamannabústöðunum. Ég sé enga ástæðu til þess, að ríkið veiti sérstök fríðindi vissum hóp manna í bænum, en á þeim hvíli svo engin kvöð, og að hver sem vill og hefur til þess fjárráð, geti sprengt þessar húseignir upp. Nú er það vitað, að sumir hafa fengið þessar húseignir með kostnaðarverði fyrir stuttu og eru sama og ekkert búnir að leg;ja fram til þess, svo hafa húsin stigið a.m.k. um helming á þeim tíma, og þar af leiðandi er þá ríkið með ábyrgð sinni að stuðla að því, að braskað sé með þessar húseignir, en l. um byggingarsamvinnufélög hafa verið sett til að koma í veg fyrir slíkt. Ég sé ekki betur en að hver, sem nú á hús eftir þessum byggingarsamvinnufélagsl., eigi auðvelt með að losa sig úr ríkisábyrgð. Ekki er vandi að fá lán og borga af sér kvaðirnar. Það mun sýna sig, að menn munu á þennan hátt losa sig undan þessum, kvöðum, einn af öðrum.

Ég verð að segja það, að frá mínu sjónarmiði horfir þetta þannig við, að ef brtt. ná fram að ganga, get ég ekki betur séð en að með því sé verið að fá opinberar stofnanir til að græða á þessum húsum, sem hafa verið byggð með sáralitlu framlagi frá einstaklingum, sem nú hafa umráðaréttinn. Það stendur meira að segja í 3. gr. l., að meðal annars sé ein leiðin til þess að afla fjár í þessi byggingarsamvinnufélög sú, að það sé gert „með árlegu gjaldi í rekstrarsjóð félagsins, sem ákveðið skal í samþykktum þess, og sé þessum sjóði varið til þess að standa, straum af rekstrarkostnaði félagsins. Kostnaður við að reisa nýjar byggingar telst ekki rekstrarkostnaður.“

Með öðrum orðum, fjöldi manna, sem ekki hefur fengið að byggja hús nú í mörg ár, hefur borgað gjöld sín til rekstrar á þessum húsum. Ég get ekki séð það, eins og hv. 5. þm. Reykv., að hér sé um að ræða óréttlæti gagnvart þeim, sem selja húsin hæsta verði, vegna þess að það má hverjum manni ljóst vera, sem gengur undir þessar kvaðir, hvað á húsunum hvílir. Ég harma það að hafa verið flm. að 1. um byggingarsamvinnufélög, ef svo á að fara, að þau verði ekki til neinna hagsbóta fyrir almenning eða til þess að halda niðri hinu háa verðlagi, sem hér er orðið á húseignum. Ég harma það, ef þessi hlunnindi, sem voru sett í l., verða notuð til þess að sprengja félögin, með því að fá ótakmarkað leyfi til þess að selja þessar húseignir eins og hverja aðra eign. Ég vil óska eftir því, að þetta. mál verði tekið til nýrrar athugunar af allshn. Ég vil leggja til, að brtt., a.m.k. 274, verði felld, því að ef hún verður samþ., get ég ekki betur séð en að það sé hið sama og að afnema l. um byggingarsamvinnufélög.