24.04.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (1470)

73. mál, áfengismál

Forseti (GSv):

Ég skal geta þess, að við fyrri hluta þessarar umr., þegar mál þetta var rætt hér síðast, kom fram og var lögð með málinu rökstudd dagskrá frá hv. 6. þm. Reykv. (JGM), og hefur ekki fundizt ástæða til að prenta hana að svo stöddu. Vil ég lesa dagskrártill. upp til glöggvunar fyrir hv. þm. Hún hljóðar svo:

„Þar sem Alþingi lítur svo á, að lokun áfengisverzlananna hafi, meðal annars, haft í för með sér aukið vínsmygl, aukna leynisölu smyglaðs víns, bruggun í stórum stíl, stóraukin kynni og viðskipti landsmanna og setuliðsins og neyzlu ýmissa banvænna vökva, telur það ekki ástæðu til, að hert verði frekar á lokunarákvörðununum, og í fullu trausti þess, að ríkisstj. taki nú þegar til rækilegrar athugunar, á hvern hátt er hægt að koma í veg fyrir, að landsmenn neyðist til að afla sér áfengra drykkja ólöglega, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.“