24.04.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í D-deild Alþingistíðinda. (1475)

73. mál, áfengismál

*Ingvar Pálmason:

Ég get að mestu leyti fallið frá orðinu eftir ræðu hv. þm. Borgf. Ég vil þó nota tækifærið til þess að lýsa yfir því, að í raun og veru er þetta mál þannig vaxið, að það getur enginn maður, sem vill því vel, verið á móti því, að því sé vísað til n. En það er nú svo með þetta mál, að þetta er þriðja þingið, sem fær það til meðferðar. Á fyrsta þinginu var svipuð till. borin fram, en henni var vísað frá vegna þess, hvað tími var naumur, og á svipaða leið fór á síðasta þingi. En nú er komið svo langt, að þm. eru farnir að ræða till. Ég álít, að þm. geti ekki sóma sins vegna komizt hjá því að taka ákvörðun um þetta mál, eftir að ráðh. báðir eru búnir að lýsa því yfir, að þeir telji, að það verði að taka ákvörðun um þetta mál. Ég trúi því ekki, að þingið láti það henda sig í þriðja skiptið að eyða málinu, og í trausti þess, að það sé ekki meiningin, þá er ég með því, að þessari till. sé vísað til fjvn. Ég skal líka taka það fram, að hv. þm. Borgf., sem er 1. flm. till., hann er einnig form. fjvn., og geri ég því ráð fyrir, að það verði ekki með hans vilja, að þm. verði leystir undan því að greiða atkv. um tili. Það er ekki annað, sem farið er fram á, en að þingið segi sinn vilja, og það þarf ekki miklar rökræður um það, að slíkt verði framkvæmt, þó að það geti skeð, að hv. 6. þm. Reykv. hafi hugsað sér að koma fram með nýtt trúboð um þetta mál, byggt á þeim grundvelli, að það eigi að kenna mönnum að drekka. Ég hef aldrei hugsað mér að fara að kenna mönnum neina sérstaka trú í þessum málum. Ég held því, að það þurfi miklu minni umbúðir um þetta heldur en mönnum virðist vera nauðsynlegt. Ég vil því gera að minni till., að málinu verði vísað til hv. fjvn.