24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

31. mál, til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar

*Eiríkur Einarsson:

Ég skal vera stuttorður og það því fremur, sem það hefur orðið að samkomulagi, að brtt. hafa verið teknar aftur til 3. umr. og verða ræddar þá, en ekki núna, en út af því, sem vakið var máls á um nauðsyn þess, að sveitarfélögin eigi hér sjálf hlut að máli, vil ég láta þess getið, vegna kunnugleika míns og samtals við menn frá þessum stöðum, að ég veit, alveg á sama hátt og kom fram í ræðu hv. 4. þm. Reykv., að það er almennur áhugi meðal fólksins í þessum byggðarlögum, að þeir verði skoðaðir þeir karlar í krapinu, sem fylgist með málinu og hafi framgang þess með höndum. Það, sem kemur fram í brtt. iðnn., ætla ég taki af öll tvímæli um þetta, því að þar er það tekið fram, að um stofnun félagsins, sérleyfisveitingu o.þ.h. skuli fara eftir ákvæðum l. nr. 15 20. júní 1923,, vatnalaga, og 1. nr. 83 23. júní 1932. Í þessum l. er talað um, hvernig skuli kalla saman fundi um slík mál og hvernig skuli stofna til félags, og þá eru ákvæði um, hvernig skuli stofnað fyrirtækið. Ég veit, að þegar til þess kemur að útvega fé til fyrirtækisins, leggja þeir, sem að því eiga að búa, mikla áherzlu á, að það ríki lýðræði í þess orðs fyllstu merkingu, einnig fjárhagslegt. Það er áreiðanlegt, að það er í samræmi við það, sem fólkið, sem hlut á að máli, vill vera láta.

Ég get svo látið umr. um þetta niður falla, þangað til brtt. koma til greina.