29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (1547)

31. mál, til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar

*Frsm. (Emil Jónsson):

Það varð að samkomulagi við 2. umr., að brtt. skyldu teknar aftur til 3. umr., svo að flm. frv. gætu athugað þær og frv., sjálft nánar. Þeir hafa nú borið fram brtt. á þskj. 268 um, að Hveragerði verði tekið með í frv., og rætt um það bæði við mig og aðra úr n., en við höfum ekki tekið það fyrir á fundl. Mitt álit og þeirra hv. nm., er ég hef talað við, er, að við mælum með þessari brtt. Um aðra afstöðu iðnn. ræddi ég við 2. umr. málsins og mun ekki endurtaka það nú.