30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í B-deild Alþingistíðinda. (1601)

55. mál, lækningaleyfi

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti ! Ég vil enn vekja athygli hv. þdm. á því, að allstór útgjöld munu hafa verið greidd úr ríkissjóði utan fjárl., þegar þing hefur setið, og þá átti þó að vera auðgert að fá samþykki þess. Þingmaður sá, sem telur sig landskjörinn og síðast talaði, á sæti í fjvn. Hann veit, að t.d. brúin á Skjálfandafljót kom aldrei til umræðu á þingi. Féð var veitt af fjárveitinganefnd, meðan þing sat, og greitt af ráðherra. Sama var um Hvanneyrarfjósið. Sama nú um launaviðbætur, t.d. 2000 kr. til allra sýslumanna, viðbætur til presta, ný embætti t.d. í læknastéttinni o.s.frv. Þetta er óhæfa. Þessi ósiður þarf að hverfa, og Alþ. á eitt að hafa fjárveitingavaldið, en ekki þingnefnd. Það er Alþ., sem hefur fjárveitingavaldið, og þetta þarf bæði ríkisstj. og fjvn. að gera sér ljóst.