23.03.1942
Efri deild: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í B-deild Alþingistíðinda. (1666)

48. mál, lax og silungsveiði

*Flm. (Jónas Jónsson):

Frv. þessu fylgir ýtarleg grg. frá klakmönnum landsins. En eins og 1. gr. sýnir, er tilgangurinn sá að hindra það, að með ógætni við veiði takist að eyðileggja árangurinn af laxaklaki í vötnum okkar, ekki síst í sambandi við Eyjafjörð. Þetta mál er fram komið meðal annars vegná þess, að klak er hafið í öllum ám við Eyjafjörð hin síðari ár, og eru allar líkur til, að þar muni þessi grein verða fyrst notuð, ef hún verður samþ. Ég vildi leggja til, að frv. verði vísað til landbn., af því að slik mál hafa þangað farið áður.