17.03.1942
Neðri deild: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (169)

40. mál, læknisvitjanasjóður

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Þær athugasemdir, sem komið hafa hér fram, ganga helzt í þá átt, að einstakir hreppar fái að skilja sig frá með sína sérstöku sjóði og þá styrki, sem gert er ráð fyrir, að þeir haldi samkv. þessum l. Ég vil taka það fram, að ég er ekki mótfallinn því, að þessi breyt. verði gerð. Og eftir að frv. kom fram, hefur fulltrúi hreppsfélags nokkurs bent á, að sér þætti ákvæði þessara l. um sjóðstofnanir einstakra hreppa tæplega nógu rúmt. Hann var ekki ánægður með að hafa þessa séreign í sjóðunum. Og þannig kann að vera um fleiri.

Ég vil ekki fara út í umr. um þetta meira en komið er, en vil bæta við, að þær breyt., sem komið hafa, eru sízt á móti vilja mínum eða ráðuneytis míns í þessu máli.