30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (1693)

84. mál, jarðræktarlög

*Haraldur Guðmundsson:

Afstaða okkar Alþfl.-manna til afnáms 17. gr. er sú sama og áður, við erum því mótfallnir, að hún sé numin burt. Ég sé ekki, að hún leggi neina kvöð á jarðeigendur. En eins og tímarnir eru nú og tilhneigingin til að sprengja jarðir upp er mikil, væri aftur á móti alrangt að hverfa frá þessu og gera jarðir að braskvöru.

Um dæmið, sem hv. frsm. nefndi um alvarlegt ástand landbúnaðarins, er ég alveg sammála. Ekki þó vegna kaups þess, er hann þar tilnefndi, heldur vegna þess að peningamenn í kaupstöðunum skuli kaupa jarðirnar dýrum dómum og jafnvel tapa á þeim alla vega í rekstrinum, fremur en sleppa þessu fram hjá sér.

Peningamagnið leitar nú stöðugt meir og meir fasteignirnar, og hættan vex stöðugt í þessu efni, enda vita allir, að peningarnir eru þar bezt geymdir.