07.04.1942
Neðri deild: 29. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

37. mál, byggingar og landnámssjóður

*Haraldur Guðmundsson:

Ég get orðið við tilmælum hv. frsm. um að láta brtt. bíða til 3. umr. En út af því, sem hann sagði í ræðu sinni, að menn fengju ekki að vátryggja nema fyrir ákveðinni upphæð, vil ég segja það, að það er rétt. En það er eins með menn í kaupstöðum og í sveitum.

Ef á að veita sérstakan styrk til manna til þess að koma sér upp húsi aftur, þá á það að vera almennt. En ég skal ekki hafa á móti því að láta till. mína bíða.