07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

43. mál, húsaleiga

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Hv. 2. þm. S.-M. virðist hafa misskilið framsöguræðu mína. Ég hélt því ekki fram, að ákvæði l. frá því í fyrrahaust væru niðurfelld. Ég tók það fram, að hagsmunir húseigenda yrðu í þessu tilfelli að víkja fyrir öðrum hagsmunum. Hins vegar álít ég, að það nái ekki nokkurri átt, að til séu ákvæði í l., sem hindra ríkið í að framkvæma lögboðnar ráðstafanir og framkvæmdir. Ef ekki fæst húsnæði handa embættismönnum ríkisins víðsvegar um land, verður það til þess, að enginn sækir um þessar viðkomandi stöður.

Ég hygg, að dæmi það, sem hv, 2. þm. S. M. tók, sé tekið af þeim stað, sem hann býr, og sannar það nauðsyn þess, að brtt. meiri hl. verði samþ., því að í því tilfelli er að ræða um embættismann, sem algerlega er húsvilltur með stóra fjölskyldu, ef hann fær ekki að segja fólki því, sem leigir í húsi hans, upp húsnæðinu. Hins vegar hygg ég, að l. skipti engu máli á þeim stöðum, þar sem húsnæði er nóg.

Hv. 1. landsk. hélt, að vandinn væri ekki annar en sá, að ríkið byggði yfir starfsmenn sína. En það er nú ekki hrist fram úr erminni á þessum tímum, — og mundi, þótt hægt væri, kosta of fjár.

Ég get ekki fallizt á, að brtt. hv. 2. þm. S.- M. verði samþ.