07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (1808)

43. mál, húsaleiga

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Hv. frsm. tók ekki til athugunar allt, sem hv. 1. landsk. sagði um málið. Hann sagði, að aðeins væri séð um þá, er gætu keypt sér hús, en ekki um hina. En það er til ákvæði í l., er þá varðar. Húsaleigunefnd er heimilt að samþykkja, að utanbæjarmönnum sé leigt húsnæði, ef sérstaklega stendur á. Þetta ákvæði er því aðeins til samræmingar, að þeir, sem kaupa hús, njóti sama réttar og hinir. Þessi undanþága er gefin í l. frá 194I, um að leigja megi utanbæjarmönnum, ef sérstaklaga stendur á.