30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (1837)

18. mál, stimpilgjald

*Magnús Gíslason:

Það er rétt, að tími hefur ekki unnizt til að taka þessar brtt. til athugunar í n. En brtt. þær, sem ég hef borið fram, eru bornar fram eftir till. fjármálaráðuneytisins, og þær útiloka í raun og veru sjálft frv., ef þær verða samþ., að því leyfi, að þær eru víðtæka: í en frv., og yrði því frv. óþarft, ef brtt. væru samþ.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þessar brtt. nú á þessu stigi málsins, en vil hins vegar ganga inn á það, sem hv. frsm. fór fram á, að taka brtt. aftur til 3. umr., með það fyrir augum, að milli 2. og 3. umr. gefist kostur á að ræða brtt. við n.