15.04.1942
Efri deild: 33. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

18. mál, stimpilgjald

*Magnús Gíslason:

Mér kom það ekki á óvart, þó að hv. n. vildi ekki aðhyllast þessar brtt., vegna þess, að hún var í raun og veru búin að binda sig við þetta frv. með nál. sínu á þskj. 56. Mér finnst samt sem áður, að það kenni dálítils misskilnings í þessu. Því að eins og kemur fram í grg. frv., þá er frv. beinlínis borið fram til þess að fá lagfæringu á því, sem hv. flm. telur fara í vöxt hér, að menn telji ekki fram kaupverð fasteigna, og þá sé venja hjá gjaldheimtumönnum að stimpla skjölin um söluna þannig, að miðað sé við fasteignamatsverð. Ég veit ekki, hve mikil brögð eru að þessu, en líklega ber talsvert á þessu. Og þó að hv. flm. vilji ekki halda því fram, að þetta sé skeytingarleysi innheimtumannanna að kenna, þá hlýtur það að vera meining hans eftir því sem grg. frv. til segir.

Að öðru leyti finnst mér kenna misskilnings hjá nm., sérstaklega hv. 10. landsk., þar sem hann segir, að stimpilgjaldið sé refsiskattur, sem kæmi óeðlilega niður, ef brtt. væru samþ. En það er misskilningur. Þetta er viðskiptagjald, sem hingað til hefur ,verið tekið eða átt að taka af raunverulegu söluverði fasteigna, en vegna þess hve söluverðið er orðið hátt, hefur borið á því, að menn hafi reynt að skjóta sér undan því að gefa upp hið háa söluverð og þannig sloppið með lægra gjald heldur en ætlazt var til samkv.

l. En eftir núgildandi l. er þessari reglu, að innheimta stimpilgjald eftir kaupverði, ekki fylgt út í æsar, því að ef kaupverð fasteignar er lægra en fasteignamatsverðið, þá skal taka stimpilgjaldið eftir fasteignamati. Með þessum brtt. er þetta gert að aðalreglu þannig, að þó að söluverð fari fram yfir fasteignamatsverð, þá gerist ekki krafa um hærra stimpilgjald en sem miðað er við fasteignamat. Að þessu leyti er þessi regla grófari en stimpill. núgildandi. En það er ekki svo, að ekkert fordæmi sé fyrir þessu í l., þar sem ákveðið er, að stimpilgjaldið. sé tekið eftir fasteignamati, ef kaupverðið er lægra. En það er ekki réttara heldur en að taka það eftir fasteignamati, þó að það fári upp yfir fasteignamatsverð. Með þessu er stefnt að því að fyrirbyggja, að nokkur gjaldþegn greiði hærra eða lægra stimpilgjald en l. ákveða.

Fyrir mér er það ekki neitt sérlegt kappsmál, hvort þessi brtt. verður samþ. eða ekki. En ég tel, að ef samþ. verður breyt. á þessum l., þá eigi að gera það þannig, að þægilegt verði að framkvæma þau. Og ég hygg, að ríkissjóður muni fá m!eð þessari hækkun, sem hér er lagt til, að gerð verði, meiri tekjur af stimpilgjaldinu heldur en hann fær nú.