13.05.1942
Efri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (1876)

15. mál, málflytjendur

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Ég get vel skilið, að hv. 5. landsk. skuli taka upp þykkjuna fyrir sýslumenn, og hefur hann kannske mikið til síns máls. N. hefur alltaf verið mótfallin öllum undanþágum, en þar eð þetta atriði var komið inn í frv. samkv. meðmælum dómara í Reykjavík, þá lét n. tilleiðast að taka þetta með, en vildi ekki gera undanþágurnar víðtækari. Mjög misjafnt er um æfingar sýslumanna í þessum efnum, og er mjög líklegt, að hæstiréttur gerði kröfu til prófs til þess að hafa vaðið fyrir,neðan sig.