06.03.1942
Neðri deild: 14. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

14. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Á þinginu 1941 voru samþ. l. um viðauka við l. nr. 73 31. des. 1937, um gjaldeyrisverzlun o.fl. Þar var fram tekið, að ríkisstj. skyldi heimilt að ákveða, að bankarnir skyldu leggja hluta af þeim erlenda gjaldeyri, sem skilað er til þeirra, inn á biðreikninga í erlendri mynt og geyma hann þannig fyrir reikning eigenda gjaldeyrisins og á þeirra áhættu. Einnig var ákveðið, að skipa skyldi fimm manna n., sem átti að úrskurða, hve mikill hluti gjaldeyrisins skyldi keyptur af bönkunum og hve mikill hluti lagður á biðreikninga. Í 3. gr. l. þessara segir svo, að heimilt sé að ákveða með reglugerð, að óheimilt sé að selja eða veðsetja innstaður á biðreikningum, sem myndaðar séu samkvæmt ákvæðum l. þessara. En þar eru engin ákvæði um viðurlög við broti á þessu banni. Hinn 9. des. s.l. voru því gefin út brbl. um viðurlög við brotum á reglugerðinni og málsmeðferð út af slíkum brotum. Þetta frv. á 14. þskj. er flutt til staðfestingar þeim brbl. Hefur frv. verið athugað í fjhn., og mælir n. með því, að það sé samþ., eins og fram kemur í nál. s 27. þskj.