15.05.1942
Efri deild: 58. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 676 í B-deild Alþingistíðinda. (1880)

15. mál, málflytjendur

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Við 2. umr. var brtt. á þskj. 395, 3. tölul., tekin aftur til 3. umr. N. hefur athugað þessa brtt. nú og komið sér saman um, að hún verði borin upp til atkvgr. og að felld séu niður orðin: „eða skipa má í þessar stöður.“ Þetta snertir lögfræðinga, sem ekki hafa verið skipaðir dómarar. Ástæðan fyrir því, að n. vill fella þessi orð niður, er sú, að ákvæði, sem sett hafa verið í l., eru óljós, þannig að lögfræðingur, sem er settur fulltrúi, en hefur þó ekki dómaraæfingu í 3 ár, getur orðið samkv. orðalagi l. skipaður í dámarastöðu. Hér er líklega um óaðgætni að ræða.

Hvað viðvíkur brtt. hv. 5. landsk. um, að sýslumenn fái undanþágu, líkt og aðrir, sem undanþágu eiga að fá, þá get ég ekki lagt á móti till., því að sýslumenn geta haft eins mikla æfingu og margir þeirra, er hér um ræðir, en ég óttast, að þegar þessu verður bætt við, þá fái þetta ákvæði litla þýðingu, því að hæstiréttur krefjist þá þessarar prófraunar. Ég sem sagt mun ekki beinlinis leggja á móti brtt.