16.05.1942
Efri deild: 59. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

15. mál, málflytjendur

Frsm. (Magnús Gíslason):

Þetta mál var tekið af dagskrá í gær út af umr., sem spunnust út af till. hv. 5. landsk., er miðaði í þá átt, að sýslumenn landsins skyldu teknir upp í upptalningu 9. gr. Var málið tekið af dagskrá með það fyrir augum að finna heppilega lausn.

N. sá ekki ástæðu til að fella upptalninguna niður, vegna þess að hún víssi ekki, hvernig hv. Nd. mundi líta á það mál, en hins vegar benti ég á það v ið fyrr í umr. þessa máls, að gagnslítið mundi vera að auka þessa upptalningu, vegna þess að þá mundi hæstiréttur beita prófraun sem áður. En mér fannst skynsamlegt að sleppa allri upptalningu, eins og nú er komið fram í till. hv. þm. Str. Sýnist mér sú lausn heppileg. Fyrir mitt leyti er ég ekkert á móti till. hv. 5. landsk., þó að ég telji, að hún sé gagnslítil, eins og ég hef áður bent á.

Viðvíkjandi þeirri skriflegu brtt., sem n. hefur afhent forseta, þá rakti ég það mál á síðasta fundi, og vísa ég til þess.