06.03.1942
Neðri deild: 14. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (189)

14. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

*Garðar Þorsteinsson:

Það mun vera rétt, Sem fram er tekið í þessum brbl., er hv. n. hefur athugað og mælt með, að ákvæði um refsingu vegna brota á reglugerðinni vanti. Og það er auðvitað rétt að hafa slík viðurlög, fyrst bannað er að selja eða veðsetja þessar innstæður. En ég vildi nú leggja þá spurningu fyrir hv. n., hvort hún hafi athugað, hvort ekki sé mögulegt, að þessi pundainnieign, sem nú stendur á reikningum einstakra manna, verði gefin frjáls, þannig, að bankarnir keyptu hana eins og aðrar innieignir, áður en l. gengu í gildi, og eins og innieignir þær, sem myndazt hafa eftir að samningarnir við Bandaríkin gengu í gildi. Mér skilst, að þarna sé um fremur litla upphæð að ræða, en þessi ákvæði bitna hins vegar misjafnlega á ýmsum félögum eftir því, hver sambönd þau hafa og hve heppin þau hafa verið um það að fá yfirfærða innieign sína í ísl. kr., eftir að l. gengu í gildi. Síðan Bandaríkin fóru að kaupa pundainnieignina og yfirfæra í dollara, er lítil hætta á, að pundainnieign vaxi, og mér skilst auk þess, að þetta sé ákaflega lítill hluti af þeirri fúlgu, sem bankarnir verða nú að taka á sig. Ég sé ekki annað en hér sé um að ræða millibilsástand að því leyti, að þessi pundainnieign bindur fyrir félögunum mikið fé, þó að hún hljóti fyrr eða síðar að koma á bankana. Þau félög, sem eiga pundainnieign, geta oft ekki greitt skuldir sínar, nema bankarnir kauni pundin. Það hefur komið sér mjög illa fyrir mörg félög að hafa þessa peninga bundna.

Það kann að vera rétt, að heimilt sé að greiða nokkurn hluta þessara biðpundafnýbyggingarsjóð. En mér er hins vegar kunnugt um, að ýmis félög geta ekki greitt útsvör sín, skatta og skuldir, nema þessi biðpund séu losuð og þeim gefinn kostur á að nota þau til slíkra greiðslna. þannig að Landsbankinn kaupi pundin. Ég beini því þeirri fyrirspurn til hv. fjhn., hvort hún hafi athugað þennan möguleika eða vilji mæla með honum.