17.04.1942
Neðri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

91. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta frv. Það er flutt fyrir tilmæli Samábyrgðar Íslands af sjútvn. þessarar hv. d. N. athugaði frv. vel og komst að þeirri niðurstöðu, er í nál. segir.

Það hefur oft, sem eðlilegt er, þurft að breyta þessum lögum. Þegar l. voru sett, var engin reynsla fyrir hendi í þessu efni, og því ekki eðlilegt, að þau næðu yfir öll þau atvik, er æskilegt er. Það hefur líka orðið svo, að l. hafa í framkvæmdinni hvorki reynzt nógu greinileg né náð yfir öll þau atriði, sem þörf hefur verið á. Breytingarnar, sem þurfti að gera á l., voru svo miklar, að heppilegra þótti að mynda alveg ný l., þó að meginþáttur þeirra sé úr gömlu l. Málið er svo vel undirbúið, að óhætt er að mæla með því.

Frv. er samið af stjórn samábyrgðarinnar, með aðstoð sérfræðinga hennar í lögfræði og tryggingafræði, og athugað vol af sjútvn. Það er mjög nauðsynlegt, að málið fái afgreiðslu á þessu þingi. Sum ákvæði l. eru svo þýðingarmikil, að ekki yrði hjá því komizt að fá um þau brbl., ef frv. næði ekki fram að ganga nú. Vil ég því beina þeirri ósk til hæstv. forseta og hv. þm., að málinu verði flýtt svo sem verða má.

Þar sem málið er komið frá n., hygg ég ekki þörf á að vísa því til n. aftur, en mælist til, að því verði vísað til 2. umr., að þessari umr. lokinni.