11.05.1942
Efri deild: 54. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 680 í B-deild Alþingistíðinda. (1904)

91. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta var flutt í hv. Nd. af sjútvn. þeirrar d.

Breyt. frá eldri l. eru ekki eins miklar og þær virðast vera, því að eldri l. eru upp tekin í heild, aðeins með nokkrum nauðsynlegum breyt. Ég tel rétt að geta þess, að sjútvn. Nd. mun hafa flutt þetta frv. að beiðni forstjóra samábyrgðarinnar. Það lætur að líkum, að þessi hafi þarfnazt endurskoðunar. Þegar l. um skyldutryggingu vélbáta voru sett fyrir nokkrum árum, var hér um óþekkta starfsemi að ræða og engin reynsla fyrir hendi. Ég tel það því gott, að I. hafa verið tekin til endurskoðunar. Sá galli er þó á, að ekki nema annar aðili þessa máls hefur þar höndum um farið, þ.e.a.s. samábyrgðin. Ég tel þó sjálfsagt, að flestar þær breyt., sem fyrir liggja, verði samþykktar. Tel ég ekki ólíklegt, að vélbátaútvegurinn muni í náinni framtið óska eftir meiri breyt. og lagfæringum á þessum l. Sjútvn. leggur því til, að frv. verði samþ. Hefur hún þó flutt nokkrar brtt. við frv., og skal ég nú víkja að þeim.

Fyrsta brtt. n. er v ið 5. gr., að þar verði sett 50 þús. kr. í stað 30 þús. kr. Þetta ákvæði er um það, hve félögin megi hafa mesta tryggingu í eigin skipi. Verðgildi skipanna hefur, svo sem kunnugt er, stórum aukizt. Hækkun tryggingarinnar er því alls ekki í samræmi við verðlagshækkun skipanna. N. lítur svo á, að það sé ekki til þess að bæta hag félaganna að hafa þetta svo lágt. Hins vegar geta svo félögin að sjálfsögðu endurtryggt eins mikið og þau vilja, og fer það eftir því, um hve áhættusamar siglingar er að ræða. N. taldi því rétt að hækka þessa upphæð up í 50 þús. kr.

Önnur brtt. n. er um það, að í stað orðsins „mál“ komi forði. — Þó að það orð sé ekki fallegt, hefur það þann kost, að það verður ekki misskilið. Hins vegar hefur orðið mál margar merkingar.

Þriðja brtt. er við 29. gr. Þar er um nýmæli að ræða, að bæði félögin og samábyrgðin geti neitað skipstjóra um. skipstjórn, hafi hann gert 3 bótakröfur til félaganna. Það kann að vera, að nauðsynlegt sé, að setja varúðarreglur, ef álíta má, að tjón hafi orðið vegna trassaskapar skipstjórana, en þetta þykir okkur þó of langt gengið. Hugsum okkur, að skipstjóri hafi stýrt skipi í 25 ár. Það þarf ekkert að vera athugavert við það, þó að skip hans hafi orðið fyrir tjóni 6.–8. hvert ár. N. vill því bæta við, að miðað sé við eitt ár. Um þetta má deila, en n. vill fara varlega og ekki beita þessu — ákvæði, — nema mikil brögð séu að því, að skip sama skipstjóra verði fyrir bótaskyldu tjóni.

Fjórða brtt. snertir svo Vélbátaábyrgðarfélag Vestmannaeyinga. Eins og menn muna, er það félag undan þegið þessum l., og hefur svo verið frá setningu þeirra. Hníga að því veigamikil rök. Þetta félag er um flesta hluti öðrum félögum fremra og á allan hátt fyrirmyndarfélag. Hefur þinginu því virzt sanngjarnt, að það vær í undanþegið þessum l. um 2 ár enn þá. Í þessum l. er svo ákveðið, að samábyrgðin geti ákveðið, hvenær þetta félag skuli hætta að njóta þessarar undanþágu. N. kann ekki við að ráðstafa frá Alþingi því, sem, það hefur ákveðið. N. er líka kunnugt um, að deilur hafa staðið á milli þessa félags og samábyrgðarinnar. N. vill ekki blanda sér í þær deilur á nokkurn hátt, né leggja nokkurn dóm á þær. En það er alveg auðséð, að ef þetta bráðabirgðaákvæði, eins og það er í frv., verður samþ., þá hefur samábyrgðin það alveg í hendi sér, og þá getur hún boðið bátaábyrgðafélögunum byrginn og sagt: Það er ekki lengur en mér sýnist, sem þú hefur undanþágu. Og ég tel það alls ekki rétt af hæstv. Alþ. að kippa nú til baka þeim rétti, sem þessu félagi hefur verið veittur. Þess vegna leggjum við til, að það standi í bráðabirgðaákvæðinu óbreytt, sem í l. er, og að þetta undanþáguákvæði gildi til ársloka 1944.

Fleira er ekki í brtt. n. Og eins og ég hef lýst, þá eru þær ekki veigamiklar. Það eru tvær brtt., sem n. telur að máli skipti, sem er í fyrsta lagi 1. brtt. við 5. gr., því að n. telur, að það skipti nokkru máli, að ekki sé þrengdur kostur bátaábyrgðarfélaganna um það, hvað heimilt sé að taka ábyrgð á í einu skipi, sem lítil áhætta fylgir. Skilst mér, að það verði til þess að bæta hag þeirra, en ekki rýra. Í öðru lagi telur n., að nokkru máli skipti síðasta brtt. viðvíkjandi bátaábyrgðarfélaginu í Vestmannaeyjum, og n. leggur nokkra áherzlu á þá brtt. Hinar brtt. eru smávægilegar, en þó má segja um 3. brtt., að hún skipti nokkru máli; þar eru sett viðurlög, ef slys á skipum eða bátum verða óeðlilega tíð.