16.05.1942
Neðri deild: 59. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (1911)

91. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Jón Ívarsson:

Þetta frv., sem hér liggur fyrir um vátryggingarfélög fyrir vélbáta, er upphaflega borið fram hér í þessari hv. d. og var afgr. til Ed. fyrir nokkru. Sú d. gerði síðan nokkrar breyt. á frv., og er það nú komið hingað í þeirri mynd, sem Ed. gekk frá því. Sjútvn. þessarar d. hefur leitað samkomulags við sjútvn. Ed., og hefur það orðið að samkomulagi að bera fram tvær brtt. á þskj. 427. Sú fyrri er um að lækki þá upphæð, sem félögunum sjálfum er heimilt að taka ábyrgð á, úr 50000 kr. í 40000, en samkv. till. sjútvn. var gert ráð fyrir 30000 kr., og er þetta samkomulagstill.

Hin breyt. er við 29. gr., um að bæta inn í orðunum „vegna ógætni eða vanrækslu“, þ.e. þegar neita má skipstjóra um skipstjórn. Þetta er sett inn í greinina til skýringar og til þess að fyrirbyggja, að gengið sé of langt í þessu efni, ef bótaskylt tjón verður.

Sjútvn. mælir með því, að frv. verði samþ., eins og það kom frá Ed., þegar þessar breyt. hafa verið gerðar á því, þar. sem aðrar breyt. hafa ekki valdið ágreiningi milli d., og væntir n. þess, að hv. Ed. geri frv. að l. með þessum breyt., sem ég hef hér minnzt á.