07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

128. mál, ógilding gamalla veðbréfa

Frsm. (Bergur Jónsson):

Eins og sést á grg., er þetta frv. flutt að ósk dómsmrn.

Árið 1933 voru sett I. um heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum eftir sérstökum reglum, og mun það hafa náð til allra veðskuldbindinga, sem voru dagsettar fyrir 1. jan. 1905. Nú er gert ráð fyrir að breyta þessum l. þannig, að þau nái til allra veðskuldbindinga, sem út hafa verið gefnar fyrir 1. jan. 1920. Það hefur, sem sé, komið í ljós, að víða skortir allmikið á, að nægilega hreint sé í veðmálabókunum til þess, að hægt sé að gefa veðbókarvottorð, því að eins og kunnugt er, er það mjög algengt, þegar menn hafa fengið greiddar veðskuldbindingar sínar, að láta ekki aflýsa þeim, svo að stundum er jafnvel ómögulegt að fá veðbókarvottorð nema að undangengnum dómi.