20.05.1942
Efri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

128. mál, ógilding gamalla veðbréfa

Páll Zóphóníasson:

Mig langar til að beina þeirri fyrirspurn til allshn., hvort hún sjái sér ekki fært að koma inn í þessi l. heimild fyrir dómsmrh. til þess að afmá bréf eftir sömu reglum, þótt yngri séu en ákvæði þessa frv. taka til. Ég spyr um þetta af þeim ástæðum, að mér er kunnugt um tvær fasteignir, sem svo stendur á um, að þær eru báðar veðsettar eftir þennan tíma, en búið er að borga upp lán, sem á þeim hvíldu. En eigendur skuldabréfanna eru annar í Danmörku, en hinn í Þýzkalandi. Nú er það svo um eiganda annars þeirra, að honum liggur á að taka lán, en getur það ekki, af því að það er ekki aflýst skuld, sem þó er greidd, sem hefur verið gefið út bréf um 1921 eða 1922. Mín fyrirspurn er þá um það, hvernig er hægt að aflýsa slíkum skuldum.