06.05.1942
Neðri deild: 52. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 686 í B-deild Alþingistíðinda. (1947)

46. mál, Brunabótafélag Íslands

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er flutt af allshn. Það var sent n. af ríkisstj. og undirbúið af henni, og flytur n. það nú, eins og henni var sent það. N. heftir þó ekki að fullu lokið athugun þessa máls, en sér ekki ástæðu til að gera við það neinar breyt. að svo stöddu, en vill áskilja sér rétt til nánari athugunar.

Vegna þess að engar umr. voru um málið við 1. umr., vil ég aðeins r if ja upp þau aðalatriði, sem felast í frv.

Ég geri þetta aðeins lauslega. Í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir, að niður falli ákvæði þau um ríkisábyrgð, er áður giltu. Hún þótti nauðsynleg, meðan félagið var að koma fótunum undir sig. En nú horfi þetta allt öðruvísi við. Nú á félagið hátt á 5. millj kr. í áhættusjóði, og er því lagt til, að ábyrgð ríkisins sé alveg lögð niður.

Annað nýmæli, sem er allmikilsvert, er það, að gert er ráð fyrir, að félagið leiti endurtryggingar hjá öðrum félögum, og þá helzt innlendum, og að niður falli hámarkstryggingarupphæð húsa, er var 20 þús. kr. í kaupstöðum, en 12 þús. kr. í sveitum.

Þriðja aðalatriðið í frv. er, að gert er ráð fyrir að taka upp, að félagið megi greiða ágóðahluta. Fjórða atriðið er heimild fyrir félagið til að stofna eftirlaunasjóð fyrir starfsmenn sína. Eins og ég gat um áðan, hefur allshn. ekki fyllilega lokið athugun á öllum liðum frv. og geymir sér það til 3. umr. Ég legg til, að frv. verði vísað til 3. umr., eins og það liggur fyrir.