13.05.1942
Neðri deild: 57. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

46. mál, Brunabótafélag Íslands

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Við frv. þetta er komin fram brtt., sem við 3 nm. úr allshn. flytjum. Þar er lagt til, að ákvæðum 6. gr. þessa frv. verði breytt ofurlítið, en 6. gr. er um að fella niður nokkur ákvæði um skyldur brunabótafélagsins. Nú er það í l., að brunabótafélagið má ekki hafa í eigin ábyrgð nema ákveðna upphæð, sem er hæst 20 þús. kr. Þessi gr. frv. gerir ráð fyrir að fella þetta ákvæði niður. Okkur þótti hér heldur óvarlega farið og lögðum því til, að upphæð þessi væri hækkuð um helming, þannig að félagið hefði í eigin ábyrgð 40 þús. kr. af steinhúsum og tilsvarandi lægra af timburhúsum. Það náðist til allra allshnm., þegar brtt. var ákveðin, en þeir verða allir fylgjandi till., og vænti ég þess, að hún fái samþ. hv. þdm.