06.05.1942
Neðri deild: 52. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í B-deild Alþingistíðinda. (1995)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Ég get að mestu látið. nægja að vísa til nál. frá meiri hl. fjhn. á þskj. 295. Eins og þar kemur fram, hefur ekki orðið samkomulag um málið í n. Hv. þm. A.-Húnv. hefur skilað sérstöku áliti á þskj. 319 og leggur til, að málinu verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. En hv. þm. Seyðf. kvaðst ekki viðbúinn að taka ákvörðun um málið, þegar það var afgr. í n.

Eftir þeim undirtektum, sem þetta mál fékk við 1. umr. hér í d. frá hæstv. ráðherrum og ýmsum öðrum þdm., hefði þó mátt vænta þess, að samkomulag gæti orðið um slíka sjóðstofnun. Í þeim boðskap, sem fluttur var af hálfu hæstv. stj. við setningu þessa þings, var því einmitt yfir lýst, að eitt af aðalverkefnum þessa þings væri að safna fé til að mæta þeim erfiðleikum, sem búast mætti við eftir styrjöldina. Það er kunnugt, að vegna stríðsins hefur dregið mjög úr nauðsynlegum verklegum framkvæmdum, bæði vegna erfiðleika við útvegun á efni og vegna vöntunar á vinnuafli. Af sömu ástæðum er viðhaldi margra mannvirkja ábótavant á þessum tímum. Þörfin fyrir nýjar framkvæmdir verður af þessum sökum enn meiri, þegar stríðinu lýkur, til þess að styðja framleiðslustarf í landinu og afstýra atvinnuleysi, sem að öðrum kosti má búast við, að verði tilfinnanlegt, þegar sú stundaratvinna, sem skapazt hefur í sambandi við hernám landsins, hverfur úr sögunni.

Ég vil í sambandi við þetta mál vekja athygli á því, að til eru l. frá 1932 um jöfnunarsjóð, þar sem ákveðið er, að þegar tekjur ríkissjós á rekstrarreikn. fara fraan úr lögboðnum og óhjákvæmilegum greiðslum, og handbært fé ríkissj. samkv. sjóðsyfirliti nemur meira en 4 millj. kr., skuli leggja það, sem umfram er, í sjóð, er nefnist jöfnunarsjóður. Sjóð þennan á að ávaxta í banka, og er óheimilt að veita lán úr honum. Þennan sjóð á síðan að nota samkv. l. til þess að jafna greiðsluhalla á ríkisreikningi að svo miklu leyti sem handbært fé ríkissjóðs umfram 4 millj. kr. nægir ekki til að jafna hann. Samk. þessum l. hefði því átt að leggja að minnsta kosti 11 milljónir af tekjuafgangi síðasta árs í þennan jöfnunarsjóð, því að það var upplýst af hæstv. fjmrh., að handbært fé ríkissjóðs hafi verið eitt;hvað rúmar 15 millj., ef ég man rétt. Ég minnist þess ekki, að fjmrh. léti þess getið, þegar hann skýrði frá afkomu ríkisins á næstliðnu ári, hvort búið er að leggja þetta fé í jöfnunarsjóð samkv. l., en um það væri æskilegt að fá upplýsingar hjá hæstv. ráð.

En þrátt fyrir það að þessi l. um jöfnunarsjóð séu í gildi, tel ég eigi að síður réttmætt, vegna þess að um svo miklar og óvenjulegar umframtekjur er að ræða, að stafna þennan framkvæmdasjóð.

Ég vil benda á, að þótt þetta frv. verði samþ. með þeim breyt., sem meiri hl. n. gerir till. um, þá mundi samt eiga að leggja nokkra upphæð í þennan jöfnunarsjóð samkv. l. frá 1932. ef miðað er við þær upplýsingar um fjárhagsafkomu á s.I. ári, sem hæstv. fjmrh. gaf við fjárlagaumr.

Meiri hl. fjhn. flytur nokkrar brtt. við þetta frv. á sama þskj., 295. Fyrsta till. er við 2. gr. N. telur réttast að ákveða nákvæmlega þá upphæð, sem eigi að leggja til sjóðsins af tekjuafgangi s.l. árs, þar sem það liggur fyrir, hvernig afkoman var á því ári. Er það till. n., að það verði 10 milljónir, og enn fremur greiddir til sjóðsins þrír fimmtu hlutar tekjuafgangs, sem verða kann á árinu 1942, en ekki bundið við lágmarksupphæð, eins og í frv. nú. Þá komst meiri hl. n. að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að komast hjá því að kjósa sérstaka n. til þess að hafa umsjón með sjóðnum og gera till. um fjárveitingar úr honum. Í brtt. um það er tekið fram, að fé sjóðsins megi einungis verja til ákveðinna verklegra framkvæmda, samkvæmt sérstökum ákvörðunum Alþingis. Þetta töldum við, að nægja ætti.

Þriðja brtt. á þskj. 295 skýrir sig sjálf. Minni hl. gerir nokkuð úr því í nál. sínu, að hér eigi að kjósa sérstaka n. til að hafa umsjá með sjóðnum, en um það er óþarft að deila, þar sem meiri hl. n. komst að þeirri niðurstöðu, eins og ég áðan sagði, að hægt væri að komast hjá því. Verður því væntanlega enginn ágreiningur um þetta.

Tekjur ríkisins árið 1941 voru alveg óvenjulegar. Þær voru um það bil þrisvar sinnum meiri en meðaltekjur nokkurra undanfarinna ára. Allar líkur benda til þess; að tekjur yfirstandandi árs fari einnig mjög fram úr áætlun fjárlaga. Meiri hl. n. telur alveg sjálfsagt, að ráðstafanir séu gerðar til þess, að þessar óvenjulegu umframtekjur ríkisins verði að nokkru leyti notaðar til þess að tryggja nauðsynlegar framkvæmdir og framfarir í landinu eftir stríðið. Ef til vill halda sumir menn því fram, að sjóðstofnun í þessu skyni sé óþörf, peningana megi eins geyma í ríkissjóði. Kemur þetta fram í nál. hv. minni hl. En ég vil benda á það, að allur sá fjöldi af útgjaldatill., sem komið hefur fram á þessu þingi, færir okkur heim sanninn um það, að menn verða kröfuharðari um fjárframlög úr ríkissjóði, þegar þeir hafa hugmynd um, að þar sé fé fyrir hendi. Eins og hv. þm. er kunnugt, hefur verið stöðugt að rigna yfir Alþingi till. um alls konar útgjöld úr ríkissjóði, og munu þær nema geysimikilli fjárhæð, ef saman væru dregnar. Sjálfsagt eiga margar þessar till. rétt á sér, en ég vil fullyrða, að margar eru þær framkvæmdir, sem engar till. eru gerðar um, jafnnauðsynlegar og ef til vill nauðsynlegri en þær, sem till. eru nú gerðar um á þingi. Með því að leggja fé til hliðar, eins og hér er lagt til, sem ekki sé ráðstafað nema eftir sérstökum fyrirmælum þingsins, ætti það að vera betur tryggt, að því verði varið til þeirra framkvæmda fyrst og fremst, sem Alþingi telur, að sitja eigi í fyrirrúmi, að vel athuguðu máli. Og það jafnt, hvort sem hægt er að hrinda framkvæmdunum áleiðis bráðlega eða ekki fyrr en síðar. Sé ekkert fé lagt til hliðar í þessu skyni, en hver einstaklingur komi með kröfur um framlag til þess, sem honum er sérstaklega hugleikið í svipinn, þá er meiri hætta á, að hending ein ráði um ráðstöfun fjárins, en athugun á því, hvað þjóðinni í heild er fyrir beztu, komi síður til greina.

Út af því, sem hv. minni hl. víkur að í sínu nál., að skynsamlegast muni að nota umframtekjur frá 1940 til að greiða ríkisskuldir, ef unnt væri að ná samningum um reiðslu á lánum í Bretlandi, þá vil ég benda á það, sem einnig er vikið að í nál. meiri hl., að meiri hl. leggur sem fyrr á það hina fyllstu áherzlu, að reynt sé að ná samningum um að borga skuldir og færa þær inn í landið á þann hátt að bjóða út innanlandslán, þetta telur meiri hl. heppilegra, og ber margt til þess. Má nefna það, að það en af öðrum ástæðum æskilegt, að tekinn sé úr umferð verulegur hluti af þeim peningum, sem nú eru í umferð, og mönnum gefinn kostur á að ávaxta fé sitt á þann hátt að kaupa ríkisskuldabréf. Og ég vil benda á annað atriði. Ef tekjuafgangur þessara ára verður notaður til þess að greiða ríkisskuldir, en ekkert skeytt um það að taka innanlandslán nú, þá er afar hætt við, að það verði örðugt að fá lán, hvort heldur utanlands eða innan, til að hrinda fram nauðsynlegum framkvæmdum eftir stríð. Getur þá svo farið, að nauðsynlegar framkvæmdir verði ekki unnt að hefja eftir styrjöldina vegna þess, að fé verði ekki fáanlegt til þeirra hluta.

Ég sé ekki ástæðu til þess, að hafa um þetta fleiri orð, en vil leggja á móti því, að dagskrárlill. minni hl. verði samþ. Ég vil mæla með því, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem meiri hl. n. gerir till. um á þskj. 295.