06.05.1942
Neðri deild: 52. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í B-deild Alþingistíðinda. (1996)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

*Frsm. minni hl. (Jón Pálmason):

Ég þarf ekki mörgum orðum um þetta frv. að fara, því að ég hef lagt til, að því verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. En í tilefni af því, að nokkrar aths. hafa komið fram hjá hv. frsm. meiri hl., þykir mér rétt að bæta við fáeinum orðum, enda þótt þær röksemdir, sem hv. þm. færði fyrir málinu, hafi ekki sannfært mig um tað, að það sé sérstök endurbót í því að samþ. þetta frv. Það var í rauninni ekki neinn ágreiningur um það innan fjhn., að þörf sé á því að auka framkvæmdir í ýmsum myndum og halda við þeim mannvirkjum, sem fyrir eru, en ég lít svo á, að það sé ekki til neins að skipta fé ríkisins í tvennt og kalla annan hlutann framkvæmdasjóð og hinn ríkissjóð, því að það er ekkert annað, sem verið er að fara fram á með þessu frv. Nú kom það fram hjá hv. frsm. meiri hl., að það eru til. I. um jöfnunarsjóð frá 1932 og að eftir þeim l. hefði átt að leggja eitthvað til hliðar af umframtekjum ríkissjóðs á s.l. ári, en þetta hefur ekki verið gert. Því sýnist mér engin ástæða til þess að fara að setja ný l., sem gengju alveg í sömu átt eins og þessi jöfnunarsjóðsl. Það er miklu nær sanni, ef menn vilja skipta því fé, sem ríkissjóður hefur yfir að ráða í fleiri staði, að gera till. um það, að l. um jöfnunarsjóð verði framkvæmd.

Ég hafði ekki lesið nál. meiri hl., þegar ég skrifaði nál. minni hl., og í n. var ekki sérstaklega um það rætt að gera breyt. á þessu atriði. En nú sé ég, að meiri hl. leggur til að fella niður gr. um þessa nýju n., sem þarna á að skipa, og er það sönnun þess, að það sé rétt, sem ég hef tekið fram í mínu nál., að þetta sé óþörf nefndarskipun. Annars er það aukaatriði, hvort sú n. verður skipuð eða ekki. En höfuðrökin, sem fram komu hjá hv. frsm. meiri hl. með því, að það væri til umbóta að stofna slíkan sjóð, voru á þá leið, að það væri meiri trygging fyrir því, að því fé væri ekki eytt, sem ríkissjóður hefði umfram sínar þarfir. En ég fæ ekki séð, að þessi rök séu að neinu leyti handbær, vegna þess að þetta hefur þau áhrif, að þetta verður bara meira og minna óhagkvæmt fyrir ríkissjóð, þess vegna eru þessi rök, sem eru í rauninni einu rökin, sem hægt er að tala um í þessu sambandi, ekki handbær. Varðandi skuldagreiðslurnar vil ég segja það, að ég tel það alveg ósæmandi fyrir hæstv. Alþ. að gera ekki allt, sem unnt er, til þess að borga af skuldum ríkisins, a.m.k. það, sem mögulegt er að borga vegna gerðra samninga. Þess vegna tel ég, að því fé, sem ríkissjóður fær umfram nauðsynleg gjöld, sé betur verið á þessum tímum til þess að borga skuldir heldur en til þess að leggja féð í sjóð, sem er vaxtálaus, og fara svo aftur að taka lán til skuldagreiðslna. Ég tel þetta óhagkvæma fjármálapólitík og get ekki fallizt á hana. Hv. frsm. vék að því, að það væru miklar líkur til þess, að eftir stríðið yrði ekki hægt að fá lán til nauðsynlegra framkvæmda og þess vegna væri nauðsynlegt að leggja fé til hliðar og taka svo lán til skuldagreiðslna. Ég fæ ekki séð, ef ekki koma einhver sérstök óhöpp fyrir í okkar fjármálalífi, að það séu líkur til þess, að örðugleikar verði á því að fá lán eftir stríðið. En komi slík óhöpp fyrir, svo sem það, að gildi krónunnar hrapi niður, þá er einnig þessi sjóður, sem hér er talað um, lítils virði, því að há þarf að nota hann til þess að standa straum af þeim lánum, sem meiri hl. n. vill láta taka til þess að borga erlendar skuldir með. Ég held þess vegna, að það sé betra að borga erlendar skuldir hreinlega með tekjum ríkissjóðs, og ég held, að það sé eitt af því, sem hæstv. Alþ. þarf að ganga að með alvöru að borga upp skuldir ríkissjóðs og ríkisstofnana, en að gera það með því að taka ný lán, það er ekkert annað en tilfærslur. Það má segja það, að ef hrunið kemur á þann hátt, að gildi krónunnar fellur, þá séu um leið líka fallin þau lán, sem innanlands eru tekin, því að minni hætta stafi þá af þeim erlendu. Þetta er út af fyrir sig atriði, sem taka þarf til greina, hvort það er af ríkisins hálu heppilegt að borga upp þær skuldir, sem hægt er, og hvort það er nokkur ástæða til þess að skipta tekjum ríkissjóðs í marga hluti og kalla þá hinum og þessum nöfnum. Hæstv. Alþ. mun hafa yfirráð yfir því, hvernig fé ríkissjóðs er varið, og er engin breyt. á því gerð samkv. frv. Ef örðugleikar koma fyrir ríkið og það þarf á meiri peningum að halda en það aflar, þá má nærri geta, hvort þetta fé, sem kalla á framkvæmdasjóð, yrði ekki tekið til þeirra þarfa, sem nauðsynlega þarf að sjá fyrir. Ég skal svo ekki fjölyrða meir um þetta. Ég veit að menn geta gert sér það ljóst, hvort þeir telja aukna tryggingu í því að skipta fé ríkissjóðs, eins og farið er fram á með þessu frv.