18.05.1942
Efri deild: 60. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (2022)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Erlendur Þorsteinsson:

Þessi brtt. hv. 1. þm. Eyf. er nýlega fram komin, og n. hefur ekki getað tekið afstöðu til hennar vegna þess. Það er rétt hjá þessum hv. þm., að nauðsyn sé á að auka býlafjölda í sveitunum, en til þess hata þegar verið gerðar ráðstafanir. Ég álít, að framkvæmdasjóður ríkisins eigi að hafa það að marki að stofna til nýrra framkvæmda og framkvæmdagreina, enda er það tekið fram í 1. gr. frv., og þess vegna væri nær að skjóta inn í ákvæði t.d. um nýja framleiðslugrein á sviði landbúnaðarins. Annars er langt frá því, að landbúnaðinum sé með þessu frv. gert lægra undir höfði heldur en öðrum atvinnuvegum, því að þar er ákveðið um framleiðslu tilbúins áburðar, sem er landbúnaðinum til mikils stuðrings. Ef inn í upptalninguna á að koma bygging sveitabýla, þá mætti líka koma bygging verkamannabústaða, því að það tvennt er mjög sambærilegt.

Það er rétt hjá hv. 1. þm. Eyf., að þeir tímar koma, að vandræði verða með fólk, sem flutt hefur til Reykjavíkur í þá atvinnu, sem skapazt hefur af völdum setuliðsins, en ég er sammála hæstv. atvmrh. um það, að til lítils yrði að fjölga býlum, ef fólkið fæst ekki til að fara þangað, Fyrstu þrír liðirnir, sem nefndir eru í frv., eru: áburðarverksmiðja, sementsverksmiðja, og skipasmíðastöð. Hér er um að ræða alveg nýjar atvinnugreinir, sem stofnaðar verða í landinu. — Áður fluttum við inn bæði tilbúinn áburð og sement, en samkvæmt þessu ætti að búa þessi efni til hér, og yrði það áreiðanlega til mikils ávinnings fyrir þjóðina. Hins vegar er ekki hægt að búast við, að þessar vörur verði til útflutnings, né heldur, að við verðum samkeppnisfærir við þær þjóðir, sem framleiða þessar vörur í stórum stíl. Slík framleiðsla verður dýrari hér, en gagnvart okkar eigin notkun horfir þetta öðruvísi við, því að til viðbótar koma farmgjöldin til greina, sem bætast við verð vörunnar, þegar hún er flutt inn.

Öðru máli er að gegna um aukningu á framleiðslu landbúnaðarafurða, þar sem fyrir þær er mjög takmarkaður markaður bæði á heimsmarkaðinum og eins hér innanlands.

Nýlega voru lagðar fyrir Alþ. till., þar sem ætlazt er til, að ríkissjóður verðbæti landbúnaðarafurðir ársins 1941, vegna þess að þær eru ekki seljanlegar. Ég tel þess vegna, að með því að auka framleiðslu, landbúnaðarafurða, eins og nú er, sé farið úr öskunni í eldinn. Það væri fjarstæða að fara að veita stóra upphæð peninga til þess að. framleiða vöru,. sem ríkissjóður þyrfti svo að verðbæta sökum markaðsörðugleika.

Það mætti ef til vill koma upp. verksmiðjum, sem ynnu úr ófullgerðum landbúnaðarafurðum, sem út eru fluttar, t.d. skinnavöru. Nú þegar hefur verið séð fyrir aukningu býla og bygginga í núgildandi l. um þau efni, og ég tel, að fé framkvæmdasjóðs beri að verja öðruvísi en hv. 1. þm. Eyf. leggur til með sinni brtt.

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson): Ég er sammála hæstv. atvmrh. um ýmislegt af því, sem hann sagði, enda þótt ég sé honum ekki sammála um niðurstöðuna. Ég er honum sammála um, að mikið vandamál verði að sjá því fólki fyrir bjargræði siðar meir, sem framfleytir sér nú á óeðlilegan hátt. Ég játa, að skynsamlegra hefði verið að sleppa þessum upptalningum, og í þess stað hefði Alþ. gert ráðstafanir til, að þetta vandamál yrði athugað, svo að síðar meir, þegar á þarf að halda, liggi fyrir nákvæmlega rannsakaðar till., en þessi hv. d. féllst ekki á að afgr. frv. á þann hátt, heldur breytti hún því í það form, sem það hefur nú. Enn fremur er ég á þeirri skoðun, eins og hæstv, ráðh., að upptalningarnar hefðu farið betur við 3. gr. enda þótt þær geti fallið við 1. gr. Hæstv. atvmrh. vék og að því, að líklega mundi lítið þýða að fjölga býlum í sveitum landsins, af því að fólk fengist ekki til, að fara þangað. Fólk streymir nú til Reykjavíkur af alveg sérstökum ástæðum, sem allir þekkja, og ég trúi ekki öðru en að fólk; sem flutzt hefur til kaupstaðanna nú, vilji gjarnan hverfa aftur heim í sveitirnar, þegar það sér atvinnuleysið blasa við. Ég veit t.d. um bændur, sem hafa brugðið búi nú, ekki sökum þess, að þeir hefðu löngun til þess að flytja til bæjanna, heldur vegna fólkseklu.

Hv. 10. landsk. fannst till. mín brjóta í bág við frv. sjálft eða tilgang. þess. Ég held, að tilgangur frv. sé einkum sá, eins og einnig stendur í grg. þess, að reyna að afstýra vandræðum að stríðinu loknu, og ég gerði grein fyrir mínni brtt. út frá þeirri hugsun, og mér finnst vera hægt að kalla hað nýja framleiðslugrein, þegar nýbýli eru stofnuð. Ég get þess vegna hvorki séð, að brtt. mín komi í bág við orðalag frv. né heldur við anda þess.

Þessi hv. þm. sagði, að landbúnaðinum hefði í frv. ekki verið gert lægra undir höfði heldur en öðrum atvinnuvegum, þar sem í því væri berit á áburðarverksmiðju. Við þessu get ég sagt það, að mín till. er ekki borin fram af neinum metnaði vegna landbúnaðarins, heldur til þess að sjá því fólki farborða, sem missir lífsmöguleika sina að stríðinu loknu. Enn fremur sagði þessi hv. þm., að mjög væri nú takmarkaður markaður fyrir landbúnaðarafurðir, og það er rétt, en það stafar að nokkru leyti af siglingaerfiðleikum vegna stríðsins. Þýzkaland, svo að ég nefni eitt dæmi, vár bezti kaupandi okkar að gærum og skinnum, en sá markaður er nú alveg lokaður. — Ég verð þó að segja, að það er þó þjóðhagslega betra fyrir fólk, sem þarf að lifa á atvinubótavinnu, að það geti framleitt mat ofan í sjálft sig. Hér í þessu frv, er ekki farið fram á neinar ákveðnar upphæðir. Ég skil þessar upptalningar sem ábendingar, en ekki sem ákvarðanir, og þess vegna á brtt. mín rétt á sér í sambandi við meginhugsun frv.

Hann minntist einnig á verkamannabústaði, og vel má vera, að til þeirra þurfi meira fé, en ég sé ekki, að bygging þeirra komi nokkuð í veg fyrir straum fólks í kaupstaðina, nema ef vera skyldi hið gagnstæða. Ég vona, að enginn taki þessi orð mín svo, að ég sé á móti byggingu verkamannabústaða, en ég sé ekki, að það séu nokkur rök gegn till. minni, sem hv. 10. landsk. sagði, er hann vildi bera byggingar þeirra saman við nýbýlabyggingar í sveit.