19.05.1942
Efri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 722 í B-deild Alþingistíðinda. (2027)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Þegar till. mín kom fram. í gær, mátti þegar heyra á hv. 10. landsk. þm., að hann vildi fara í meting um það. hvort bæjarbúar eða sveitamenn skyldu njóta meira, og taldi sig hafa séð vel fyrir landbúnaðinum með till. sinni til áburðarverksmiðju í 1. gr. Fyrir mér vakti enginn metingur, enda álít ég, að þó að fé sé varið til fjölgunar býlum í sveitum landsins, geti það komið verkamönnum í kaupstöðum að eins miklu liði, heldur vakti það fyrir mér, að afstýrt yrði mestu vandræðunum, sem fyrirsjáanleg eru. Hann nefndi það, að ef till. mín yrði samþ., vildi hann fá í upptalninguna framlag til verkamannabústaða. Ég gat þess, að ég hefði ekkert á móti því. Að vísu finnst mér slíkt ákvæði koma meira í bág við fyrri hluta gr. en mín till., en hv. 10. landsk. var að tala um, að mín till. ætti ekkí heima þar.

Hv. 2. landsk. þm. þykir ekki nóg að koma inn ákvæði um verkamannabústaði, heldur vili hann gera efni minnar till. að engu með því að ákveða, að um framkvæmd hennar skuli fara eftir IV. kafla l. um byggingar- og landnámssjóð. Það má leggja þann skilning í þetta, að með því sé framlaginu til byggingar- og landnámssjóðs létt af ríkissjóði og fært yfir á framkvæmdasjóð ríkisins. Því að ef á að framkvæma þetta samkv. þeim l., skilst mér, að þá eigi að öllu leyti að fara eftir þeim l. En um framlagið til verkamannabústaða á aftur á móti ekki að fara eftir l. um verkamannabústaði.

Samkv. þessu mun ég bera fram skriflega. brtt. við varatill. hans um, að ákvæðið um IV. kafla I. um byggingar- og landnámssjóð falli niður, en ákvæðið um framlag til verkamannabústaða haldist.

Ég vil benda á, að ég taldi enga nauðsyn að hafa neina upptalningu í frv. Ég óttaðist einmitt, að þegar málið kæmi til Nd., færi svipað og þegar vegal. eru á ferðinni, svo að ég ber enga ábyrgð á upptalningunni í frv. Og þar sem ég er fús til að samþ. till. hv. 2. landsk. þm. um verkamannabústaðina, finnst mér óþarft af honum að brjála hugsun till. minnar.