11.05.1942
Neðri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Gísli Guðmundsson:

Ég vil leyfa mér að þakka n. fyrir, að hún hefur afgr. þetta frv., og vænti þess, að það fái greiðan gang gegnum þingið. Ég hygg, að brtt. n. séu fremur til bóta, og get ég fellt mig við, að þær verði samþ., þó vil ég skjóta því til n. til athugunar fyrir 3. umr., hvort ekki væri rétt að athuga orðalagið í upphafi 2. brtt Það hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Úthluta skal tekjum sjóðsins milli lestrarfélaga, og má greiða hverju þeirra fjárhæð, sem nemur helmingi af samanlögðum félagsmanna- og afnotagjöldum og styrkir hrepps- og sýslusjóði. Mér skilst, að eins og þetta er orðað, þá gæti komið til mála, að sum félögin fengju engan styrk, en það mun ekki vera tilgangurinn. Þess vegna vil ég skjóta hví til n., hvort hún teldi ekki réttara að orða þetta á þann veg, að fénu sé úthlutað milli lestrarfélaga hlutfallslega eftir tekjum þeirra.