30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (2105)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

Páll Zóphóníasson:

Ég skil ekki mæla á móti þessu frv. út af fyrir sig. En ég vil biðja hv. allshn. að athuga í þessu sambandi tvö atriði. Annars vegar það, að eins og hæstv. forsrh. gat um hér áðan undir umr., þá á ríkið Keldur. Og hvort sem það gengur fljótt eða seint að koma upp þeirri stofnun, sem þat. á að koma upp, þá er útlit á því, að hún komist á fót. Nú hagar svo til, að Keldnaland og Gufunesland liggja saman, en Reykjavíkurbær á Gufunes. Keldnalandið er of lítið, og þarf ríkið að fá keypt land frá Gufunesi af bæjastjórninni til þess að fullnægja landþörfinni á rannsóknarstöðinni á Keldum. Nú vil ég biðja hv. n. að athuga það, hvort ekki mundi heppilegt,, að hér kæmu til greina landaskipti, Reykjavíkurbær léti í staðinn fyrir bað land, sem hann fengi með Hólmi, land af Gufuneslandi.

Í öðru lagi vil ég biðja n. að athuga það, að Hólmsland liggur nú í tveim hreppum, Seltjarnarneshreppi og Mosfellssveitarhreppi. Og landið í Masfellssveitarhreppi, sem Hólmur á; er fjalllendi, sem aðeins verður notað fyrir sumarbeit handa sauðfé, og Mosfellssveitarhreppur vill fá það keypt sjálfur, og vil ég því biðja n. að athuga, hvort Reykjavíkurbær þarf það land, og ef bærinn þarf ekki að fá það keypt, hvort ekki væri rétt að selja Mosfellssveitarhreppi það af Hólmslandi, sem er innan hreppsmarka Mosfellssveitarhrepps. Ef af sölu verður á Hólmi, tel ég sanngirni í því, að sá hreppur fengi að kaupa það land.