04.05.1942
Efri deild: 48. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

*Magnús Jónsson:

Mér finnst málinu vera stefnt í mikið óefni með þessum brtt., sem fram hafa komið, og ég vildi gera það að till. minni, að 1. brtt. á þskj. 288 verði borin upp í tvennu lagi.

Ég get ekki séð, að það komi að sök, þó að málið verði tekið af dagskrá í dag til þess að athuga þetta, sem hv. þm. S.- Þ. minntist á, enda þótt ég efist ekki um, að bærinn láti þetta land af hendi. En mér finnst óviðkunnanlegt að hafa í sama frv. heinild um sölu Hólms og líka kaup á annarri jörð, því að þetta tvennt er óskylt.

Ég get svo fyrir mitt leyti fallizt á, að málið verði tekið af dagskrá í dag, ef það kemur á dagskrá á morgun.