21.05.1942
Neðri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

118. mál, eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi

Eiríkur Einarsson:

Ég vil aðeins að svo vöxnu máli leita skýringa, væntanlega hjá. hv. n., sem fór höndum um þetta mál, um sérstakt atriði.

Þetta mál hefur tekið nokkrum formbreyt. Fyrst var það flutt sem þáltill. af hv. þm. S. Þ., en þeirri till. var breytt í frv. Í upphaflegu till. var tiltekið, hvaða lönd það væru, sem átti að heimila stj. að kaupa. Þau ákvæði hafa verið tekin upp í frv. nema land það, sem Kaupfél. Árnesinga á á þessum stað, sem er það land, sem Mjólkurbú Ölfusinga átti. Nú veit ég ekki, hvort það er meiningin, að eignarnámsheimild frv. eigi að ná til þessa lands. Það er vitað mál, að þetta land, sem upphaflega var selt úr Vorsalæjarlandi, er á því svæði Vorsabæjarlands, sem hér á að heimila ríkinu að eignast, en á hinn bóginn er það fallið undan jörðinni fyrir alllöngu. síðan, svo að það er alls ekki skýlaust, hvort heimildin á að ná til þess. Þess má enn fremur geta, að á þessu svæði eru margar af byggingarlóðum kauptúnsbúa, en þeim er mikið áhugamál, að ríkið verði þarna eigandi. Ég vil því spyrja hv. n., hvort það sé meiningin, að sú heimild, sem felst í frv., eigi einnig að ná til þessa landsvæðis. Ég vil, að allur vafi sé tekinn af um þetta atriði, svo að þessi lagasetning verði ekki misskilin.