22.05.1942
Neðri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (2199)

118. mál, eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Hv. 8. landsk. kvaðst ekki vilja tefja framgang þessa máls: Nú er orðið áliðið þings, og tel ég því vissara að gera engar breytingar á frv. nú. Af þeirri ástæðu vildi ég mega vænta þess, að hv. 8. landsk. dragi till. sína til baka. Ég hef þar að auki síðan við 2. umr. aflað mér frekari upplýsinga um málið, m.a. rætt við nákunnuga menn, og af þeim upplýsingum dreg ég þá ályktun, að' það land, sem um er rætt á þskj. 500, sé innan landamæra þess svæðis, er lögin ná yfir. Enn fremur tel ég enga ástæðu til bera að nafngreina eitt land framar öðrum, því að hér er um 8 lóðabletti alls að ræða.

Hygg ég því, að brtt. hv. 8. landsk. sé óþörf, en málinu hins vegar stefnt í nokkra hættu með henni. — Vil ég því, eins og ég áður sagði, mælast til þess, að hv. flm. taki tillöguna aftur.